Þjóðmál - 01.12.2012, Page 51

Þjóðmál - 01.12.2012, Page 51
50 Þjóðmál VETUR 2012 árið 1824 amtmaður norðan og austan og sat á Möðruvöllum . Þóra dóttir hans stofnaði Kvennaskólann í Reykjavík 1874 og stýrði honum til 1906 . Hún giftist Páli Melsteð sagnfræðingi, syni Páls Melsteðs amtmanns og Önnu Sigríðar, dóttur Stefáns Þórarinssonar amtmanns . Ingibjörg varð herbergjastúlka í Viðey en giftist síðar Þorgrími Tómassyni gullsmið og skólaráðsmanni á Bessastöðum . Bréf til Gríms bróður hennar þar sem hún lýsir lífinu í Viðey hafa verið gefin út . Sonur Ingibjargar og Þorgríms, skáldið Grímur Thomsen, náði miklum frama í utanríkisþjónustu Dana en kaus að snúa heim og keypti Bessastaði af konungi 1867 . Þar hélt hann sig sem aðalsmaður í tæp þrjátíu ár með konu sinni og þjónustufólki . Foreldrar hans höfðu keypt Engey fyrir stórfé árið 1833 af Snorra ríka Sigurðssyni og virðist sem Grímur hafi á tímabili hugsað sér að setjast þar að . Ekki varð af því, en eyjan var í eigu fjölskyldunnar fram til 1905 . „Self made men“ Íleysingum þjóðlífsins á 19 . öld og í upphafi 20 . aldar sköpuðust tækifæri fyrir menn af alþýðustétt, sem fæddir voru Pétur J . Thorsteinsson útgerðarmaður, — Bíldudalskóngurinn, sem hófst af sjálfum sér til mikila eigna, — ásamt fjölskyldu sinni í heimsókn hjá Eggert Briem í Viðey sumarið 1903 . Í Viðey var lengi óðal voldugasta ættarveldisins á Íslandi, Stephensensættarinnar eða Stefánunga eins og ættmennirnir voru kallaðir . (Árbæjarsafn, ljósmyndari óþekktur .) Úr bókinni Íslensku ættarveldin .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.