Þjóðmál - 01.12.2012, Side 52
Þjóðmál VETUR 2012 51
fátækir og áttu enga skólagöngu að baki,
að komast í nokkur efni með framtakssemi
og ráðdeild, án stuðnings nokkurs
ættarvalds . Einn þeirra var Þorleifur ríki
Kolbeinsson á Háeyri á Eyrarbakka sem
framan af ævinni var örsnauður, en tókst
með hagsýni og sparsemi að verða einn af
efnuðustu mönnum landsins . Frægt hefur
orðið tilsvar hans þegar fátækur bóndi
kom í búð hans og spurði um leið og hann
losaði um böndin á böggum sínum með
kutanum, hvernig hann hefði orðið svona
ríkur . „Ég leysti hnútana en skar þá ekki,“
svaraði Þorleifur .
Annar nafnkunnur maður sem nefna má
í þessu samhengi er Geir „gamli“ Zoëga
í Reykjavík . Hann ólst upp á fábrotnu
alþýðuheimili og stundaði sjómennsku
á opnum bátum frá fermingu og fram
undir fertugt . Árið 1866 keypti hann frá
Dan mörku í félagi við tvo útvegsbændur
þilskip til fiskveiða . Þetta varð upphaf
atvinnu byltingar í fiskveiðum . Geir varð
á nokkrum árum umsvifamesti útgerðar-
maður og fiskverkandi á landinu og stór-
efnamaður .
Thor Jensen, Geir Zoëga og Þorleifur á
Háeyri voru það sem 19 . aldar menn kölluðu
upp á amerísku „self made men“ . Slíkir
menn nutu álits á Íslandi og komu fram einn
Þrír Thorsbræðra í fjörunni við Skúlagötu, skammt frá höfuðstöðvum fjölskyldufyrirtækisins, út-
gerð ar- og fiskvinnslufélagsins Kveldúlfs, klæddir að hætti fyrirmanna þeirra tíma . Þeir voru synir
Thors Jensen sem um langt skeið var ríkasti maður landsins . Frá vinstri: Haukur, Ólafur og Richard
Thors . (Þjóðminjasafn Íslands, ÓM/MÓL 260 .) Úr bókinni Íslensku ættarveldin .