Þjóðmál - 01.12.2012, Side 55
54 Þjóðmál VETUR 2012
samtrygginguna . Maka- og barnalífeyri
ætti að leysa með því að lífeyrisréttindi
gengju í arf . Örorkutryggingar ættu að
vera í öðrum sjóðum til þess að halda líf-
eyrissjóðum hreinum til greiðslu lífeyris . En
samtryggingin hlýtur að vera þekkt stærð,
þannig að hægt sé að upplýsa hvern og
einn nokkurn veginn eða með ásættanlegri
nákvæmni um hver staða hans sé vegna
kostn aðar sem samtryggingunni fylgir . Bæði
er hægt að upplýsa um hvað menn þurfa að
greiða vegna samtryggingarinnar og hvað
þeir fá greitt umfram, hennar vegna .
Nú er rætt um hrikalegt tap í lífeyris-
sjóðakerfinu, milljarða króna, vegna hruns-
ins, sem valda muni því að skerða þurfi
lífeyri manna í framtíðinni . Eðlilegt væri að
færa upplýsingar um þetta inn á reikning
hvers og eins sjóðsfélaga . Á þann hátt vissi
hann fyrr um ástand mála og hægt væri að
bregðast við miklu fyrr en nú er venja .
Hverjir eiga
lífeyrissjóðina?
Þetta eru peningar fólksins og þá á fólki ð að ráða,“ segir Styrmir Gunnars son
í viðtali í Frjálsri verslun . En þetta er ekki
svona . Fólkið (þeir sem greiða í líf eyris-
sjóðina geri ég ráð fyrir) á ekki líf eyris sjóð-
ina né peningana í þeim .
Allir eru skyldaðir með lagaboði að
greiða í lífeyrissjóði . Þessar greiðslur eru
ígildi skatta í tryggingarsjóði, sem einungis
aðilar vinnumarkaðarins mega semja um og
stjórna .
Lífeyrissjóðirnir eru eins konar sjálfs-
eignarstofnanir . Litið er á greiðslur þínar
sem iðgjald, eins og þú værir að tryggja
bílinn þinn . Þú átt ekki peningana sem
þú greiðir trygg ingarfélaginu sem tryggir
bílinn þinn, húsið þitt eða innbú o .s .frv .
Þú eignast aðeins kröfur á tryggingar-
félagið að vissum skilyrðum uppfylltum .
Sama er að segja um stöðu þína gagnvart
lífeyris sjóðunum .
Það er ljóst að endurskoða þarf mál líf-
eyrisþega og tengja hagsmuni þeirra betur
við fjármuni þá sem í sjóðina safnast .
Það þarf að ræða meira um það hvernig
lífeyrissjóðirnir nái betur markmiði sínu en
hverjir eigi að stjórna þeim þó það sé líka
nauðsynlegt .
Þ að er ljóst að endurskoða þarf mál líf eyrisþega og
tengja hagsmuni þeirra betur
við fjármuni þá sem í sjóðina
safnast . Það þarf að ræða meira
um það hvernig lífeyrissjóðirnir
nái betur markmiði sínu en
hverjir eigi að stjórna þeim þó
það sé líka nauðsynlegt .