Þjóðmál - 01.12.2012, Page 56

Þjóðmál - 01.12.2012, Page 56
 Þjóðmál VETUR 2012 55 Guðmundur Edgarsson Af hverju er heilbrigðis- kerfið í Bandaríkjunum svona dýrt? Að mati þeirra sem til þekkja er lítill ágreiningur um eftirfarandi atriði: Banda ríska heilbrigðiskerfið er það dýrasta í heimi . Um það er ekki deilt . Jafnframt er mat viðurkenndra matsaðila, svo sem eins og alþjóðlega matsfyrirtækisins McKinsey, að gæði og aðgengi heilbrigðisþjónustunnar í Bandaríkjunum fyrir þá sem njóta heilsutryggingar eru til fyrirmyndar . Gildir þá einu hvort menn eru tryggðir hjá sjálf- stæðum tryggingafélögum (oftast fyrir milli göngu vinnuveitanda) eða í gegnum ríkis rekin stuðningskerfi eins og Medicare (heilsu trygging fyrir eldri borgara og fatl- aða) og Medicaid (heilsutrygging fyrir fá- tæka) . Þá hafa flestir áhyggjur af vaxandi fjölda þeirra sem hafa ekki heilsutryggingu og teljast hvorki aldraðir né fátækir . Þessi hópur telur nú um 45 milljónir manna eða um 16% af Bandaríkjamönnum . Og þótt þessi hópur fái heilbrigðisþjónstu eins og aðrir þá er aðgangur þeirra að henni oft ekki eins greiður og skilvirkur og annarra . Það sem menn greinir hins vegar á um er hvers vegna heilbrigðiskerfið í Banda - ríkjunum hefur orðið æ dýrara á undan - förnum árum og áratugum . Hér heima heyr um við fullyrðingar eins og að græðgi trygg ingafélaga ráði þar mestu sem sýni að ekki gangi að reka heilbrigðisþjónustu á frjálsum markaði . Best sé að ríkið sjái alfarið um slíkt . En er málið svona einfalt? Ef svo er, liggur þá ekki beinast við að ríkisvæða matvöru- og fataverslanir til að ná niður kostnaði á þeim sviðum? Eða flugfélög og bílaumboð þannig að ódýrara verði að komast leiðar sinnar innan lands og utan? Hvað með húsatryggingar og bílatrygg ing ar? Á ríkið ekki bara að taka þær yfir? Ekki þarf annað en að spyrja sig spurninga sem þessara til að sjá að skýringarnar á því hvers vegna heilbrigðisþjónusta kostar meðal-Banda- ríkjamanninn mun meira en íbúa ann arra ríkja eru flóknari en svo að hægt sé að afgreiða málið í einni eða tveimur setningum . Þessari grein er ætlað að varpa ljósi á nokkra mikil- væga þætti í því sam hengi . Þjóðarframleiðsla meiri í Bandaríkjunum Þegar borinn er saman kostnaður við rekst-ur grunnþjónustu eins og heilbrigðis- þjónustu á milli landa þykir rétt að taka tillit til

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.