Þjóðmál - 01.12.2012, Side 62

Þjóðmál - 01.12.2012, Side 62
 Þjóðmál VETUR 2012 61 Jónas Ragnarsson Litla flugan Var fyrst flutt opinberlega fyrir sextíu árum Þessi örstutti og leikandi létti lag stúf-ur er sannkallaður þjóðardýr gripur,“ sagði Svavar Gests í útvarpsþætti um Litlu fluguna eftir Sigfús Halldórsson, en hún var fyrst flutt opinberlega snemma árs 1952 .1 Samið á nokkrum mínútum Sigfús Halldórsson vakti verulega athygli sem lagahöfundur þegar hann gerði lögin Dagný, 1939, og Tondeleyó, 1947 . Ljóðin munu bæði vera eftir Tómas Guð- mundsson þó að hið fyrr nefnda hafi aldrei birst í ljóðabókum hans .2 Veturinn 1951 til 1952 dvaldi Sigfús í nokkrar vikur hjá vinum sínum séra Þórarni Þór og Ingibjörgu Þór á Reykhólum í Austur- Barðastrandarsýslu . Sigfús var þá 31 árs, og dvaldi vestra til að jafna sig eftir veikindi . „Þarna var lítið hægt að hafa fyrir stafni, en svo gerði ég uppgötvun sem mér þótti harla skemmtileg og góð,“ sagði Sigfús í viðtali við Vísi áratug síðar .3 „Ég varð þess áskynja að á staðnum var til píanó, eign Sigurðar Elíassonar tilraunastjóra .“ Sigurður hafði komið vestur nokkrum árum áður og var 37 ára . Að sögn Sigfúsar fékk hann oft að nota píanóið en einnig ræddu þeir Sigurður um Sigfús Halldórsson á forsíðu Vikunnar, ári eftir að Litla flugan tók flugið .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.