Þjóðmál - 01.12.2012, Side 64

Þjóðmál - 01.12.2012, Side 64
 Þjóðmál VETUR 2012 63 inn um gluggann þreytti flugið mitt . / Og þó ég ei til annars mætti duga / ég eflaust gæti kitlað nefið þitt .“ Blaðið varð eftir inni í bókinni, sem hann setti upp í hillu á skrifstofu sinni . Síðan sagðist Sigurður hafa gleymt þessu . Sigurður segir að Sigfús hafi oft litið inn hjá þeim hjónum . Eitt sinn greip Sigfús bók úr hillunni, einmitt þá sem ljóðið var í . Hann spurði hver væri höfundur inn . Sigurður sagði honum það en bað Sigfús að rétta sér blaðið, hann ætlaði að henda því . Sigfús sagði þá að sig langaði að gera lag við síðustu tvær vísurnar . Sigurður sagði að hann mætti fá vísurnar ef hann semdi lag á tíu mínútum . Þeir fóru inn í setustofuna og að píanóinu . „Sigfús byrjaði næstum strax að semja eftir textanum og ég tók tímann,“ segir Sigurður í ævisö gunni . „Eftir átta mínútur var lagið full s kapað .“ Allir að raula lagið En hvernig varð nafnið til? Þegar Sigfús fór aftur til Reykjavíkur flaug hann með Birni Pálssyni . „Á leiðinni var hann að sýna mér hvernig hann gæti látið flugvélina velta sitt á hvað, hve lipur þessi litla rella hans væri, og þá laust því niður í huga minn að lagið ætti bara að heita Litla flugan,“ sagði tónskáldið í samtali við Vísi . Eftir að Sigfús kom aftur til höfuð borg- arinnar hitti hann Pétur Pétursson útvarps- þul á förnum vegi . Pétur bauð honum í skemmtiþátt sinn Sitt af hverju tagi . Þar spilaði Sigfús og söng lagið í fyrsta sinn fyrir Nóturnar við Litlu fluguna voru gefnar út 15 . mars 1952, þremur vikum eftir að lagið var fyrst flutt í útvarpsþætti og sló í gegn .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.