Þjóðmál - 01.12.2012, Síða 66
Þjóðmál VETUR 2012 65
á landinu við hinar bestu undirtektir . Á
suma þessara staða höfðu ekki áður komið
leikflokkar .18 Þegar hópurinn kom til Akur-
eyrar var sagt um Sigfús í Degi: „Mun marga
fýsa að sjá þennan óvenjulega fjölhæfa og
skemmtilega listamann .“19
Litla flugan kom ekki út á plötu fyrr en
í des ember 1952, í flutningi Sigfúsar .20
Svav ar Gests hefur sagt að lagið hafi verið
á fyrstu plötunni sem fyrsta íslenska hljóm-
plötufyrirtækið, Íslenskir tónar, setti á
markað .
Lagið var gefið út á plötu í Noregi haustið
1953 undir nafninu Vesleflua . Jens Book-
Jenssen, sem nefndur hefur verið Bing
Crosby Noregs, þýddi textann og söng lagið .
Um svipað leyti samdi Sigurd Madslund
danskan texta og gaf lagið út á nótum .21
Sigurd var af íslenskum ættum, systursonur
Sigurgeirs Sigurðssonar biskups .22
Haft hefur verið eftir Sigfúsi að lagið hafi
borist fljótlega til hinna norrænu landanna,
nema Finnlands, orðið mjög vinsælt og
mikið leikið .
„Litla flugan er eina lagið á Íslandi sem
getur kallast „hit“,“ sagði Sigfús í viðtali í
Vikunni . „Það gerist ekki oft, jafnvel ekki
hjá stórþjóðum .“
Á úrslitakvöldi í keppninni um Landslagið
1989 voru Sigfúsi veitt heiðursverðlaun,
skrautfjöður úr gulli með lítilli flugu á .23
Sigfús tengdur Reykhólum
Fleiri lög Sigfúsar en Litla flugan tengj-ast Reykhólasveitinni . Lagið Í grænum
mó var frumflutt í Bjarkalundi árið 1964,
í brúð kaupsveislu dóttur Þórarins Þór, og
sálma lagið Ljósanna faðir líkna þú flutti Sig-
fús í fyrsta sinn í Reykhólakirkju .24
Í húsinu á Reykhólum, þar sem Sigurður
Elíasson bjó, er núna rekið Gistiheimilið
Álfta land . Þar sem Sigfús samdi Litlu flug
una er nú setustofa fyrir gestina .25
Heimildir
1 Svavar Gests: Flugan ódauðlega . Ríkisútvarpið, 20 .
apríl 1987 . (DB-9903 .)
2 Svona er Sigfús Halldórsson, segir konan hans .
Vikan, 5 . mars 1953, bls .10 .
3 Það lyftir sálinni að syngja við hljóðfærið . Rabbað
við Sigfús Halldórsson tónskáld m .m . Vísir, 24 .
október 1962, bls . 5 og 13 .
4 Gylfi Gröndal: Þegar sviðið fylltist af fólki . Spjallað
við Sigfús Halldórsson . Vikan, 21 . desember 1967,
bls . 10–11, 40–41 og 44 .
5 Sigurður Elíasson: Lækur tifar létt. Fjölvaútgáfan,
1993, bls . 189–192 .
6 Sigurður Elíasson: Litla flugan.Vísur og kvæði .
Reykjavík, 1981, bls . 3 .
7 Þórir S . Guðbergsson: Lífsgleði, II . Hörpuútgáfan,
1993, bls . 155 .
8 Atli Heimir Sveinsson: Við eigum samleið .
Dagskrá á sextugsafmæli Sigfúsar Halldórssonar .
Ríkisútvarpið, 7 . september 1980 . (DB-9903 .)
9 Úr einu í annað . Mánudagsblaðið, 26 . febrúar 1952,
bls . 8 .
10 Agnar Bogason: Það er eitthvað gott í öllum, en um
hitt vil ég ekki vita . Rætt við Sigfús Halldórsson
tónskáld . Mánudagsblaðið, 3 . mars 1952, bls . 2 .
11 Velvakandi skrifar úr daglega lífinu . Morgunblaðið,
7 . mars 1952, bls . 8 .
12 Thorolf Smith: Kvöldþankar . Vísir, 12 . mars 1952,
bls . 5 .
13 Vinsælustu danslögin . Tíminn, 13 . mars 1952, bls .
2 .
14 Kvartettsöngur, en aðeins einn söngvari . Tíminn, 13 .
mars 1952, bls . 8 .
15 Svavar Gests: Flugan ódauðlega . Ríkisútvarpið, 20 .
apríl 1987 . (DB-9903 .)
16 Jón úr Vör: Heimsókn til Sigfúsar Halldórssonar
tónskálds . Útvarpstíðindi, apríl 1952, bls . 25–27 .
17 Úr einu í annað . Mánudagsblaðið, 17 . mars 1952,
bls . 8 .
18 Litla flugan kitlar nef Reykvíkinga nk .
föstudagskvöld . Tíminn, 9 . október 1952, bls . 2 .
19 Litla flugan skemmtir á Akureyri . Dagur, 16 . júlí
1952, bls . 8 .
20 Tvær nýjar plötur með lögum eftir Sigfús
Halldórsson komnar . Alþýðublaðið, 30 . desember
1952, bls . 8 .
21 Og kilder hendes lille næsetip . Tíminn, 29 . október
1953, bls . 2 .
22 Sumardagar í æsku minni . Vísir, 4 . september 1954,
bls . 5 .
23 Litla flugan kom líkt og ég hefði aldrei spilað annað .
Sigfús Halldórsson tónskáld og listmálari . Vikan, 1 .
júní 1989, bls .14 og 16–17 .
24 Vilhelmína Þór: Hvernig Litla flugan varð til .
Reykholar.is, 14 . apríl 2009 .
25 Hlynur Þór Magnússon: Gistiheimilið Álftaland .
Gott verður betra . Reykholar.is, 31 . maí 2011 .