Þjóðmál - 01.12.2012, Side 67

Þjóðmál - 01.12.2012, Side 67
66 Þjóðmál VETUR 2012 Ragnar Halldórsson Eru athugasemdakerfi Netsins illgresi eða jarðvegur lýðræðisins? Lifandi lýðræði í heilbrigðu réttarríki snýst um að efla og rækta almenna mennt un, upplýsingu og siðmenningu . Þ .e . í viðbót við heilbrigða lýðræðisfram kvæmd, eins og heilbrigðar stofnanir (vand aða og hæfa embættismenn) og heil brigt og hæft lög gjafar þing, framkvæmdar vald og dóms- vald . Því ef dómgreind borgaranna sljóvgast m .a . vegna þess að gæðum menntunar hefur hrakað svo mikið að rökleysa, múgæsingur og lýðskrum vaxa á kostnað upplýsingar (eins og gerðist t .d . í stórum stíl fyrstu þrjú árin eftir hrunið) — og ef almennt siðmenningarleysi kæfir siðmenninguna sem fyrir er í stað þess að hún styrkist, vaxi og dafni — þá útþynnist og spillist siðmenningarstigið smám saman með þeim afleiðingum að bæði lýðræðið og réttarríkið úrkynjast innan frá . Eins og virðist því miður hafa gerst á Íslandi . Því almennri menntun og sið- mennt un virðist hafa hrakað gríðarlega á meðan sálarangist fer sívaxandi ásamt eitur - lyfjafíkn, ofneyslu áfengis og hvers kyns glæp um og ofbeldi . Sérstaklega meðal ungra karla frá tekjulægri heimilum . Og almenn upplýsing virðist á svo miklu undan haldi á Íslandi að opinber umræða er í sí aukn- um mæli hætt að snúast um veru leik ann . En er í staðinn því oftar farin að snúast um gerviheim sem er ekki til . Áskorun frelsisins Í slenskir grunnskólar gera allt of lítið til að kenna börnum rökhugsun, tjáningu og samskipti, þ .m .t . almenna mannasiði, til að auka hæfni þeirra í mannlegum samskiptum og sem almennra borgara í lýðræðisríki . Að kenna börnum að skilja t .d . áróður auglýsinga og þess grófa myndmáls sem mætir þeim hvert sem þau horfa . Og sjá í gegn um eitthvað af þeirri rökleysu og lýðskrumi sem einkennir því miður svo margt í okkar vestræna þjóðfélagi . Því slík

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.