Þjóðmál - 01.12.2012, Side 68

Þjóðmál - 01.12.2012, Side 68
 Þjóðmál VETUR 2012 67 kennsla myndi styrkja líðan þeirra og dómgreind . Og auka hæfni þeirra til að takast á við heim sem verður sífellt flóknari og aðgangsharðari . Og þótt ekkert komi í staðinn fyrir hnit- miðaða kennslu í tjáskiptum í grunnskól- um sem örvar tjáningarfrelsið — þá er það þó einmitt þetta sem sam skipta kerfi Netsins — oftast kölluð athuga semdakerfi Net miðlanna — gera að hluta til . Þ .e . þau örva tjáningarfrelsið . Því þótt segja megi að athugasemdakerfi Netsins séu ófullkomin og e .t .v . óvirðulegur vettvangur fyrir skoðanaskipti — þá er tjáningarfrelsið samt aldrei ófínt . Og það er heldur ekki full kom- ið . Frekar en lýðræðið . Eða manneskjan sjálf . Enda skiptir mestu fyrir tjáningarfrelsið að fólk fái tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós — en ekki endilega hvar það gerir það . Og þannig eru athugasemdakerfi Netsins auðvitað ekki fullkomin, frekar en lýðræðið eða manneskjan sem fyrirbrigði . Og með þeim þarf að hafa eftirlit eins og öllu öðru til að halda í skefjum holræsamenningu þeirra sem hafa aldrei lært mannasiði og misnota þau . En sú saga er bæði saga mannkynsins og saga siðmenningarinnar í hnotskurn . Því það þarf kunnáttu og hæfni til að kunna að fara með frelsið . Siðmenningu þarf að læra . Og lýðræðið þarf að rækta . Alveg eins og t .d . mannasiði . Og þannig verða hin frjálsu og grasrótarlegu athugasemdakerfi að eins konar endurspeglun á flestöllum áskorunum frelsisins, lýðræðisins, réttarríkisins og sið- menningarinnar . Grasrót lýðræðisins Allt er gott sem örvar tjáningar frelsið . Orð eru til alls fyrst . Og frjáls tjáning almennings getur læknað marga kvilla . Orðin losa um ruglingslegar hugsanir og tilfinningar og móta þær í fast form sem hægt er að deila með öðrum . En sá eða sú sem ekki kann að tjá sig en þarfnast þess, brennur inni með líðan sína . Með þeim afleiðingum að vanlíðan viðkomandi vex og þjóðfélagsins í leiðinni . Hvað þá þegar þeim sem svona er ástatt um virðist hafa fjölgað svo mikið að þeir skipta jafnvel tugþúsundum . Hér leggja athugasemdakerfin sitt af mörkum . Því þau veita tækifæri til þráð- beinna samskipta á svipstundu . Þau veita tækifæri til rökræðna og að segja skoðun sína samstundis á opinberum vettvangi, þ .e . að tjá sig og komast í beint samband við fólk . Og þess vegna fela athugasemdakerfi Netsins í sér þráðbeint tjáningarfrelsi í einni af sínum tærustu myndum . Því þótt Netið sé eins langt frá skrautskrifuðum skinn- handritum og virðulegum, innbundnum bókum eða tímaritum og dagblöðum og hugsast getur, þá getur allt gerst þar strax . Og þar fá allir tækifæri . Og einmitt þar liggur fegurðin í grasrót þess . Við megum aldrei gleyma grasrótinni í lýðræðinu . Baráttunni, þjáningunum og blóðinu sem það kostaði . Og að það er eign fólksins, þ .e . okkar allra . Alveg eins og réttarríkið . Og tjáningarfrelsið . Og að við Þ að þarf kunnáttu og hæfni til að kunna að fara með frelsið . Siðmenningu þarf að læra . Og lýðræðið þarf að rækta . Alveg eins og t .d . mannasiði . Og þannig verða hin frjálsu og grasrótarlegu athugasemdakerfi að eins konar endurspeglun á flestöllum áskorunum frelsisins, lýðræðisins, réttarríkisins og sið- menningarinnar .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.