Þjóðmál - 01.12.2012, Blaðsíða 68

Þjóðmál - 01.12.2012, Blaðsíða 68
 Þjóðmál VETUR 2012 67 kennsla myndi styrkja líðan þeirra og dómgreind . Og auka hæfni þeirra til að takast á við heim sem verður sífellt flóknari og aðgangsharðari . Og þótt ekkert komi í staðinn fyrir hnit- miðaða kennslu í tjáskiptum í grunnskól- um sem örvar tjáningarfrelsið — þá er það þó einmitt þetta sem sam skipta kerfi Netsins — oftast kölluð athuga semdakerfi Net miðlanna — gera að hluta til . Þ .e . þau örva tjáningarfrelsið . Því þótt segja megi að athugasemdakerfi Netsins séu ófullkomin og e .t .v . óvirðulegur vettvangur fyrir skoðanaskipti — þá er tjáningarfrelsið samt aldrei ófínt . Og það er heldur ekki full kom- ið . Frekar en lýðræðið . Eða manneskjan sjálf . Enda skiptir mestu fyrir tjáningarfrelsið að fólk fái tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós — en ekki endilega hvar það gerir það . Og þannig eru athugasemdakerfi Netsins auðvitað ekki fullkomin, frekar en lýðræðið eða manneskjan sem fyrirbrigði . Og með þeim þarf að hafa eftirlit eins og öllu öðru til að halda í skefjum holræsamenningu þeirra sem hafa aldrei lært mannasiði og misnota þau . En sú saga er bæði saga mannkynsins og saga siðmenningarinnar í hnotskurn . Því það þarf kunnáttu og hæfni til að kunna að fara með frelsið . Siðmenningu þarf að læra . Og lýðræðið þarf að rækta . Alveg eins og t .d . mannasiði . Og þannig verða hin frjálsu og grasrótarlegu athugasemdakerfi að eins konar endurspeglun á flestöllum áskorunum frelsisins, lýðræðisins, réttarríkisins og sið- menningarinnar . Grasrót lýðræðisins Allt er gott sem örvar tjáningar frelsið . Orð eru til alls fyrst . Og frjáls tjáning almennings getur læknað marga kvilla . Orðin losa um ruglingslegar hugsanir og tilfinningar og móta þær í fast form sem hægt er að deila með öðrum . En sá eða sú sem ekki kann að tjá sig en þarfnast þess, brennur inni með líðan sína . Með þeim afleiðingum að vanlíðan viðkomandi vex og þjóðfélagsins í leiðinni . Hvað þá þegar þeim sem svona er ástatt um virðist hafa fjölgað svo mikið að þeir skipta jafnvel tugþúsundum . Hér leggja athugasemdakerfin sitt af mörkum . Því þau veita tækifæri til þráð- beinna samskipta á svipstundu . Þau veita tækifæri til rökræðna og að segja skoðun sína samstundis á opinberum vettvangi, þ .e . að tjá sig og komast í beint samband við fólk . Og þess vegna fela athugasemdakerfi Netsins í sér þráðbeint tjáningarfrelsi í einni af sínum tærustu myndum . Því þótt Netið sé eins langt frá skrautskrifuðum skinn- handritum og virðulegum, innbundnum bókum eða tímaritum og dagblöðum og hugsast getur, þá getur allt gerst þar strax . Og þar fá allir tækifæri . Og einmitt þar liggur fegurðin í grasrót þess . Við megum aldrei gleyma grasrótinni í lýðræðinu . Baráttunni, þjáningunum og blóðinu sem það kostaði . Og að það er eign fólksins, þ .e . okkar allra . Alveg eins og réttarríkið . Og tjáningarfrelsið . Og að við Þ að þarf kunnáttu og hæfni til að kunna að fara með frelsið . Siðmenningu þarf að læra . Og lýðræðið þarf að rækta . Alveg eins og t .d . mannasiði . Og þannig verða hin frjálsu og grasrótarlegu athugasemdakerfi að eins konar endurspeglun á flestöllum áskorunum frelsisins, lýðræðisins, réttarríkisins og sið- menningarinnar .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.