Þjóðmál - 01.12.2012, Page 75

Þjóðmál - 01.12.2012, Page 75
74 Þjóðmál VETUR 2012 _______________ Höf . er meðlimur í InDefence . fátækt ömurlegrar kreppu og atvinnuleysis í byrjun velmegunar en má greiða gjaldið í manns lífum eins og stríðsaðili . Heitasta ósk Íslendinga hlaut að vera að því ógnarástandi lyki og herlið hyrfi . Kommúnistar reka fram til 1941 blygðunarlausa Moskvulínu áróðurs gegn hernáminu vegna tímabundins bandalags Stalíns og Hitlers og stimpla þá sem voru í hernámsvinnu „landráðamenn“ . Þá er það að heitið „hernámsandstæðingar“ varð til og síðar nota það andstæðingar NATO-aðildar og varnarliðs á Íslandi . Harð asta stjórnmálabarátta lýðveldistím ans trygg ir að Ísland verður stofnaðili að NATO 1949 og að gerður er tvíhliða varnar samn- ingur við Bandaríkin 1951 . Stjórnmálaleg kjölfesta í mesta átakamáli á vettvangi þjóðmála myndast undir for ystu Sjálfstæðisflokksins . Áróður vinstri öfga- manna er mjög óvæginn, einkum persónu- svívirðingar Þjóðviljans . En Moskvugrýlan hefur óneitanlega þau jákvæðu áhrif að þétta raðir liðsmanna vest ræns varnarsamstarfs í Varðbergi og Samtök um um vestræna samvinnu . Keflavíkurstöðin varð helsta geo strateg- íska viðnámsstaðan á GIUK-lín unni svo- nefndu gegn stórauknum hernaðar um- svifum Sovétríkjanna á Norðursvæðinu ógn andi Íslandi . Í Keflavík var mest 3000 manna liðstyrkur sem fljótt mátti auka, sveit af P-3C Orion-eftirlitsflugvélum og allt að 18 F-15-orustuþotur ásamt bensín- birgða- og AWACS-radarflugvélum . Mjög öflug þyrluflugbjörgunarsveit var í Kefla - vík með 5–6 þyrlum mönnuðum hin- um færustu flugmönnum sem oft komu Íslendingum til bjargar . Fullkomið radar - kerfið (IADS) yfir landinu og ná lægu haf- svæði var samtengt við NATO-netið og var mannað af sérþjálfuðum Íslend ing- um . Svonefnt Sound Surveillance System (SOSUS) var til eftirlits með kaf bát um . Yfirflug sovéskra orustu- og sprengju - flugvéla í íslenska loftvarnasvæðið ( MADIZ) var mest á 9 . áratugnum, um 200 eitt árið . Því miður vanræktu ríkis stjórnir þessa tíma alveg að koma upp stofn ana legri sér- fræði kunnáttu Íslendinga í öryggis- og varn ar málum með föstu starfsliði sem hefði her þjálfun, sérhæft háskólanám eða starfs reynslu í NATO . Áróður „friðar- sinna“ eyðilagði mikið fyrir því þarfa máli sem gerði íslenskum stjórnvöldum kleift að styðjast við eigið sjálfstætt ógnarmat . Hernaðarviðveru Bandaríkjanna á Ís landi lauk í október 2006 . Ákvörðun Donalds Rumsfeld varnarmálaráðherra um brottför frá Keflavík var hugsanlega eitt hvað til- komin vegna gamallar óvildar út af verk- töku málum og neikvæðrar afstöðu okkar til kostn aðarþátttöku í vörnum landsins og reksturs flugvallarins . Van hugsuð stefna var leiðrétt en of seint . Ríkisstjórnir Íslands höfðu árangurslaust óskað eftir áframhaldi varanlegum lág- marks loft vörnum . Þetta var reyndar talið lík legt því gríðarlega mikil fjárfesting var á 10 . ára tugnum í flugbrautum, stjórnstöðv- um, olíu birgðastöðinni í Helguvík, sér- stök um nýjum flugskýlum, endurnýjun íbúða o .fl . Kefla vík, sem er langstærsti og fullkomnasti flug völlurinn að öllum búnaði á norður slóðum, lenti óvænt á Íslendingum — fljótlega hjá fyrrum „hernáms “-andstæð- ingum!! Áhugaleysi stjórnvalda um þessi mál lýsti sér í að Varnarmálastofnun var lögð niður . Áhugi vestra um varnir Íslands dvínar ef ekki er skilningur og áhugi okkar megin . Æskileg markmið okkar eru: Aukin loftrýmisgæsla, sameiginleg flug björg unar- sveit Landhelgisgæslna Banda ríkj anna og Íslands og Norðurvíkingsheræfingar . Við brottför varnarliðsins varð strateg iskt tómarúm — power vacuum — á Norður- Atlantshafssvæðinu . Ísland, í fjarlægð frá öðrum, varð þar með eina aðildarríki

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.