Þjóðmál - 01.12.2012, Side 81
80 Þjóðmál VETUR 2012
„Leitið og þér munið finna“, frjáls-
hyggjumenn gefa sér að ríkið eigi sök á
vel flestum djöfuldómi, þeir hætta ekki fyrr
en þeir finna einhvern vondan ríkisþátt .
Enda gefur Geir sér að hrunið íslenska og
heimskreppan hljóti að hafa verið alfarið sök
ríkisins . Ég er ekki eins staðhæfingasamur og
hann en leiði að því getum að einkavæðing,
m .a . afnám aðskilnaðar viðskiptabanka
og fjárfestingabanka hafi átt sinn þátt
í ósköpunum . Um leið viðurkenni ég
að ríkið sé tæpast saklaust af þessum
ósóma (Kík, bls . 101–118) .
Til að bæta gráu ofan á svart staðhæfir
Geir að ég firri Tony Blair og Bill Clinton
af allri ábyrgð á heimskreppunni (Geir
(2008), bls . 86) . En ég nefni þessa kappa
ekki aukateknu orði í umfjöllun minni um
kreppuna .
Talandi um staðhæfingasemi þá stað-
hæfir Geir án raka að útreikningar Stefáns
Ólafssonar á tekjudreifingu séu rangir (Geir
(2008), bls . 87) . Hann staðhæfir líka án
raka að finna megi gagnrök gegn gagn rýni
minni á austurríska skólann í ritum sem ég
hafi ekki lesið (Geir (2008), bls . 88) .
Þó má telja að Geir hafi e .k . rök fyrir
máli sínu er hann segir rangt að bandaríska
ríkið hafi fundið Netið upp . Það hafi
verið samstarfsverkefni milli Pentagon og
einkafyrirtækisins Xerox, hann meira að
segja vitnar í heimildir! (Geir (2008), bls .
87) . Spurt er: Er ekki Pentagon ríkis fyrir-
tæki? Spurt er áfram: Var ekki maðurinn
sem fann heimsvefinn upp breskur vísinda-
maður sem vann hjá ríkisfyrirtæki?6
Geir talar eins og ég hafni allri tölfræði
sem er tóm vitleysa, ég læt mér nægja að
vara menn við oftrú á staðtölur og bendi
á að oftast nær er erfitt, jafnvel útilokað,
að finna þær hinar kórréttu tölur . En séu
menn nógu yfirvegaðir má græða mikið á
staðtölum .
Geir talar í hæðnistóni um áherslu
mína á reynslurök . Spurt er: Beitir Geir
ekki reynslu rökum í starfi sínu sem verk-
fræð ingur? Ef ekki þá þori ég ekki að
kaupa af honum verkfræðiþjónustu . Það
þýðir ekki að reynslan arti sig með sama
hætti í verkfræði og í mannvísindum,
öðru nær . Gildismat og túlkun marka
reynsluna dýpri sporum í mannvísindum
en náttúruvísindum . Það þýðir heldur
ekki að reynslan hljóti að vera grundvöllur
þekkingar heldur að við höfum ekki upp
á neitt betra að bjóða en reynslurök þegar
velflestar gerðir þekkingar eru annars vegar
(undantekningarnar eru hrein stærðfræði
og hrein, formleg rökfræði) .
Er markaðsfrelsi mögulegt?
Geir segir sigrihrósandi að þróunin í BNA
á síðustu áratugum sé alls ekki dæmi um
aukið markaðsfrelsi því ríkið hafi þanist út
á þessum tíma (Geir (2008), bls . 88) .
Ekki eitt orð um að ég tók undir þær
staðhæfingar John Grays um að tilraunir
til að auka markaðsfrelsi séu dæmdar til
að misheppnast því að þær verði aðeins
framkvæmdar með því að efla ríkisvaldið
(KíK, bls . 74) . Gray veit þetta manna
gerst enda var hann ráðgjafi Thatchers
og bendir á að markaðsvæðingu fylgi oft
skattahækkanir enda þurfi að borga fyrir
markaðsbrestina . Ég nota sem dæmi
það hvernig herinn nýsjálenski varð að
bjarga fólki í Auckland eftir fimm vikna
rafmagnsleysi í kjölfar mestu einkavæðingar
á raforku sem sagan greinir frá (Kík, bls .
79) . Eitthvað hefur herútboðið kostað
skattgreiðendur .
Auk þessa segir Gray að markaðsvæðing
útheimti yfirleitt hreina valdbeitingu, t .d .
hafi Bretland verið markaðsvætt með því að
taka almenninginn eignarnámi, gera hann
að einkaeign og hrekja bændur, sem áður
nýttu landið, burt með ofbeldi . Einar Már