Þjóðmál - 01.12.2012, Side 82

Þjóðmál - 01.12.2012, Side 82
 Þjóðmál VETUR 2012 81 Frjáls hyggjumenn gefa sér að ríkið eigi sök á vel flestum djöfuldómi, þeir hætta ekki fyrr en þeir finna einhvern vondan ríkisþátt . Enda gefur Geir sér að hrunið íslenska og heimskreppan hljóti að hafa verið alfarið sök ríkisins . Jónsson heldur því fram að þræla salan mikla hafi verið forsenda iðnvæðingar innar bresku en iðnvæðingin var þáttur í mark aðs- væðing unni7 (um það deila hinir lærðu) . Hér erum við komin að enn einu megin- stefi bókarinnar sem Geir hunsar: Þeirri staðhæfingu minni að vart sé hægt að koma frjálsum markaði á koppinn, m .a . vegna þess sem áður segir um að efla þurfi ríkisvaldið til að raungera frjálsan markað . Ég vitna í hagfræðinginn Joseph Stiglitz máli mínu til stuðnings en hann segir að til að markaður geti orðið frjáls verði allir markaðsgerendur að hafa fullkomna og jafna yfirsýn yfir alla kosti . En enginn geti haft yfirsýn yfir alla kosti og aðgengi að upplýsingum sé ósamhverft (e . asymmetric) . Sumir hafi miklu betri aðgang að upplýsingum en aðrir, sérstaklega hinir ríku og voldugu (KÍK, bls . 71–72) . Ég bæti við að yfirleitt þýði aukið mark- aðsfrelsi að hinir ríku verði hlutfallslega ríkari og stórfyrirtækin öflugri . Enron náði ein ok unaraðstöðu á rafmagni í Kaliforníu þegar rafveiturnar voru einkavæddar niður í kjölinn . Stórfyrirtækin og ríkisbubbarnir geta svo notað auðinn til að þrýsta á stjórn- málamenn um að taka markaðinn úr sam- bandi, hinum ríku og stórfyrirtækjum í vil . Í ofan á lag mun vald auðsins aukast verði velferðarríkið lagt niður . Þurfa- og listamenn gætu orðið efnahagslega háðir auðmönnum og stórfyrirtækjum (KíK, bls . 77 og víðar) . Af ofansögðu má sjá að það er fullkomin firra að markaðsfrelsi hljóti að vera andstæða ofbeldis . Hugsjónir frjálshyggjunnar eru eins og hugsjónir marxismans, fallegar á yfirborðinu en stórhættulegar undir niðri . Lokaorð Ídraumi sérhvers manns er fall hans falið“, yrkir Steinn Steinarr .8 Í draumi sér hvers útópista er fall hans falið . Hinar miklu draumsjónir um frjálsan markað eða lýð ræðislegan sósíalisma vilja hverfast í and- stæðu sína, skelfilega martröð . Best er að feta þrönga stíginn milli þessara öfga . Tilvísanir 1 Geir Ágústsson (2012): „Kredda í kreppu eftir Stefán Snævarr“, Þjóðmál, 8 árg ., 3 . hefti, bls . 86–91 . 2 Stefán Snævarr (2008): „Þrettán prósent menn . Um Maó og Pinochet“, Þjóðmál, 1 . hefti, 4 árg . 64–69 . 3 Stefán Snævarr (2011): „Marx í boði banka . Um Kommúnistaávarpið . Skírnir, hausthefti, bls . 397–422 . 4 Um austurrísku hagfræðina sem villutrúarskóla, sjá til dæmis „Marginal Revoulutionaries“, The Economist, 31 desember 2011 . http://www .economist . com/node/21542174 . Wikipediugreinin um villutrúarskólana segir að austurríski skólinn sé sumpart villutrúar, sumpart meginstraums (e . mainstream) . „Heterodox Economics“, http://en .wikipedia .org/wiki/Heterodox_economics . Sótt 25/11 2012 . 5 Sjá til dæmis „Bacteria-Not Stress-The Cause of Stomach Ulcer“, http://www .mayoclinic .org/medical- edge-newspaper-2009/feb-06b .html . Sótt 25/11 2012 . 6 Breski vísindamaðurinn Tim Berners-Lee er almennt talinn hafa fundið veraldarvefinn upp . Hann starfaði þá hjá hinni fjölþjóðlegu og (fjöl)ríkisreknu stofnun CERN . Samkvæmt http://en .wikipedia .org/ wiki/Tim_Berners-Lee . Sótt 26/11 2012 . 7 Einar Már Jónsson (2012): Örlagaborgin . Brota­ brot úr afrekasögu frjálshyggjunnar . Reykjavík: Ormstunga, bls . 536 og víðar . 8 Steinn Steinarr (1991): „Í draumi sérhvers manns“, í Ljóðasafni . Reykjavík: Vaka-Helgafell, bls . 187 .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.