Þjóðmál - 01.12.2012, Síða 82

Þjóðmál - 01.12.2012, Síða 82
 Þjóðmál VETUR 2012 81 Frjáls hyggjumenn gefa sér að ríkið eigi sök á vel flestum djöfuldómi, þeir hætta ekki fyrr en þeir finna einhvern vondan ríkisþátt . Enda gefur Geir sér að hrunið íslenska og heimskreppan hljóti að hafa verið alfarið sök ríkisins . Jónsson heldur því fram að þræla salan mikla hafi verið forsenda iðnvæðingar innar bresku en iðnvæðingin var þáttur í mark aðs- væðing unni7 (um það deila hinir lærðu) . Hér erum við komin að enn einu megin- stefi bókarinnar sem Geir hunsar: Þeirri staðhæfingu minni að vart sé hægt að koma frjálsum markaði á koppinn, m .a . vegna þess sem áður segir um að efla þurfi ríkisvaldið til að raungera frjálsan markað . Ég vitna í hagfræðinginn Joseph Stiglitz máli mínu til stuðnings en hann segir að til að markaður geti orðið frjáls verði allir markaðsgerendur að hafa fullkomna og jafna yfirsýn yfir alla kosti . En enginn geti haft yfirsýn yfir alla kosti og aðgengi að upplýsingum sé ósamhverft (e . asymmetric) . Sumir hafi miklu betri aðgang að upplýsingum en aðrir, sérstaklega hinir ríku og voldugu (KÍK, bls . 71–72) . Ég bæti við að yfirleitt þýði aukið mark- aðsfrelsi að hinir ríku verði hlutfallslega ríkari og stórfyrirtækin öflugri . Enron náði ein ok unaraðstöðu á rafmagni í Kaliforníu þegar rafveiturnar voru einkavæddar niður í kjölinn . Stórfyrirtækin og ríkisbubbarnir geta svo notað auðinn til að þrýsta á stjórn- málamenn um að taka markaðinn úr sam- bandi, hinum ríku og stórfyrirtækjum í vil . Í ofan á lag mun vald auðsins aukast verði velferðarríkið lagt niður . Þurfa- og listamenn gætu orðið efnahagslega háðir auðmönnum og stórfyrirtækjum (KíK, bls . 77 og víðar) . Af ofansögðu má sjá að það er fullkomin firra að markaðsfrelsi hljóti að vera andstæða ofbeldis . Hugsjónir frjálshyggjunnar eru eins og hugsjónir marxismans, fallegar á yfirborðinu en stórhættulegar undir niðri . Lokaorð Ídraumi sérhvers manns er fall hans falið“, yrkir Steinn Steinarr .8 Í draumi sér hvers útópista er fall hans falið . Hinar miklu draumsjónir um frjálsan markað eða lýð ræðislegan sósíalisma vilja hverfast í and- stæðu sína, skelfilega martröð . Best er að feta þrönga stíginn milli þessara öfga . Tilvísanir 1 Geir Ágústsson (2012): „Kredda í kreppu eftir Stefán Snævarr“, Þjóðmál, 8 árg ., 3 . hefti, bls . 86–91 . 2 Stefán Snævarr (2008): „Þrettán prósent menn . Um Maó og Pinochet“, Þjóðmál, 1 . hefti, 4 árg . 64–69 . 3 Stefán Snævarr (2011): „Marx í boði banka . Um Kommúnistaávarpið . Skírnir, hausthefti, bls . 397–422 . 4 Um austurrísku hagfræðina sem villutrúarskóla, sjá til dæmis „Marginal Revoulutionaries“, The Economist, 31 desember 2011 . http://www .economist . com/node/21542174 . Wikipediugreinin um villutrúarskólana segir að austurríski skólinn sé sumpart villutrúar, sumpart meginstraums (e . mainstream) . „Heterodox Economics“, http://en .wikipedia .org/wiki/Heterodox_economics . Sótt 25/11 2012 . 5 Sjá til dæmis „Bacteria-Not Stress-The Cause of Stomach Ulcer“, http://www .mayoclinic .org/medical- edge-newspaper-2009/feb-06b .html . Sótt 25/11 2012 . 6 Breski vísindamaðurinn Tim Berners-Lee er almennt talinn hafa fundið veraldarvefinn upp . Hann starfaði þá hjá hinni fjölþjóðlegu og (fjöl)ríkisreknu stofnun CERN . Samkvæmt http://en .wikipedia .org/ wiki/Tim_Berners-Lee . Sótt 26/11 2012 . 7 Einar Már Jónsson (2012): Örlagaborgin . Brota­ brot úr afrekasögu frjálshyggjunnar . Reykjavík: Ormstunga, bls . 536 og víðar . 8 Steinn Steinarr (1991): „Í draumi sérhvers manns“, í Ljóðasafni . Reykjavík: Vaka-Helgafell, bls . 187 .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.