Þjóðmál - 01.12.2012, Blaðsíða 87

Þjóðmál - 01.12.2012, Blaðsíða 87
86 Þjóðmál VETUR 2012 tímabil Stefánunga er annars vegar (og reyndar ættarveldanna á sautjándu öld sömuleiðis) . Íhaldssemi hinna íslensku höfð ingja var ferleg . „Allt sem sneri að því að draga úr völdum og valdamisnotkun inn lendra embættismanna, stórjarðeigenda og ættarvalds rann út í sandinn,“ segir Guð- mundur Magnússon (bls . 77) og bætir svo við, velkist einhver lesandi í vafa: „Segja má að dönsk stjórnvöld hafi ekki haft roð við íslensku embættismannastéttinni og orðið að laga sig að hagsmunum hennar og skoðunum á atvinnu- og stjórnarhögum .“ Enn hnykkir höfundurinn á þessari skoðun sinni tveimur síðum seinna þar sem hann rekur „hin íhaldssömu þjóðfélagsviðhorf íslenskra höfðingja á þessum tíma [undir lok átjándu aldar] sem stýrðust af þröngum hagsmunum þeirra, vantrú á breytingum og and stöðu við aukin réttindi almennings .“ Þurfi frekara vitnanna við segir Guðmundur að sam tímaheimildir séu „ótvíræðar um harð drægni, frændhygli og það sem nú á dög um yrði kallað „aðstöðubrask““ (bls . 81) . Óvini íslenskrar alþýðu var ekki aðeins finna við Eyrarsund heldur einnig á íslensk- um höfuðbólum . Í sjálfstæðisbaráttunni seinna meir var skiljanlegt að Dönum væri kennt um hvaðeina sem hér fór aflaga . Um okkar daga ættu allir sanngjarnir menn hins vegar að sjá að með því var aðeins hálf sagan sögð . Vandinn lá allt eins hér heima . Auðvitað var höfðingjunum ekki alls varnað . Margir Stefánungar þóttu gjafmildi r í garð fátækra og Guðmundur vitnar í þau orð Jóns Sigurðssonar, hagfræðings og fyrr- verandi ráðherra, um Ólaf Stefánsson, sem fyrstur þeirra hófst til æðstu metorða á Íslandi, að spillingarákærur á hendur honum hafi dottið dauðar niður . En Guðmundur nefnir sömuleiðis þá niðurstöðu Einars Hreinssonar sagnfræðings í sænskri doktors- ritgerð, Nätverk och nepotism, að Ólafur hafi sloppið með skrekkinn, knúinn til að semja um brotthvarf úr embætti því að ella hefði hann verið sóttur til saka (bls . 99) . Hvað heldur Guðmundur Magnússon? Nú er vissulega góðra gjalda vert að lesandi fái sjálfur að komast að eigin niðurstöðu en á hinn bóginn má líka að segja að höfundurinn, sem á að vita nóg um málið eftir eigin rannsóknir og lestur, eigi að segja hvað honum finnst . Að vísu grunar mann að Guðmundi þyki Einar Hreinsson vera nær hinu sanna — og þá ekki síst vegna þess eftirmála við andstæðar fullyrðingar Jóns Sigurðssonar, sem er af Stephensensætt, að „ættrækni Stephensena sé söm við sig, þótt ættfaðirinn hafi legið í gröf sinni í tvö hundruð ár“ (bls . 99) . Svipaðar spurningar vakna þegar Briem- arar eru annars vegar . Við Tjarnargötu risu snemma á síðustu öld vegleg hús embættis- manna af Briemsætt . Gatan var því kölluð „eitt fyrsta snobbhverfið í Reykjavík“, segir Guðmundur . Á hinn bóginn ber hann einnig Eggert Ásgeirsson, ættrækinn og ætt fróðan Briemara, fyrir því að „íburðar hafi hvergi gætt og snobb í nútímaskilningi verið fjarlægt flestum sem þarna bjuggu“ (bls . 167‒168) . Hér hefði verið gott að vita að hvoru matinu höfundur hallast . Þeir sem lásu rit Guðmundar um Thors- arana spjaldanna á milli finna fátt nýtt í frásögninni af þeim . Hún er líka mun styttri en kaflarnir um Stefánunga og Briemara . Hollt er samt að rifja upp þau tíðindi sem verkið færði á sínum tíma að Thorsararnir skirrðust ekki við að brjóta gjaldeyrislög og geyma fé á erlendum reikningum — ekki frekar en aðrir sem það gátu (bls . 222‒223) . Höft bitna aldrei eins mikið á þeim sterkefnuðu og okkur hinum . Síðasti kafli verksins, fyrir utan stuttar nið- ur stöður, nefnist „Fjölskyldurnar fjórtán“ . Færist þá sögusviðið nær sam tímanum . Ýmsir koma við sögu eins og gefur að skilja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.