Þjóðmál - 01.12.2012, Qupperneq 87
86 Þjóðmál VETUR 2012
tímabil Stefánunga er annars vegar (og
reyndar ættarveldanna á sautjándu öld
sömuleiðis) . Íhaldssemi hinna íslensku
höfð ingja var ferleg . „Allt sem sneri að því
að draga úr völdum og valdamisnotkun
inn lendra embættismanna, stórjarðeigenda
og ættarvalds rann út í sandinn,“ segir Guð-
mundur Magnússon (bls . 77) og bætir svo
við, velkist einhver lesandi í vafa: „Segja
má að dönsk stjórnvöld hafi ekki haft roð
við íslensku embættismannastéttinni og
orðið að laga sig að hagsmunum hennar og
skoðunum á atvinnu- og stjórnarhögum .“
Enn hnykkir höfundurinn á þessari skoðun
sinni tveimur síðum seinna þar sem hann
rekur „hin íhaldssömu þjóðfélagsviðhorf
íslenskra höfðingja á þessum tíma [undir
lok átjándu aldar] sem stýrðust af þröngum
hagsmunum þeirra, vantrú á breytingum og
and stöðu við aukin réttindi almennings .“
Þurfi frekara vitnanna við segir Guðmundur
að sam tímaheimildir séu „ótvíræðar um
harð drægni, frændhygli og það sem nú á
dög um yrði kallað „aðstöðubrask““ (bls .
81) .
Óvini íslenskrar alþýðu var ekki aðeins
finna við Eyrarsund heldur einnig á íslensk-
um höfuðbólum . Í sjálfstæðisbaráttunni
seinna meir var skiljanlegt að Dönum væri
kennt um hvaðeina sem hér fór aflaga . Um
okkar daga ættu allir sanngjarnir menn hins
vegar að sjá að með því var aðeins hálf sagan
sögð . Vandinn lá allt eins hér heima .
Auðvitað var höfðingjunum ekki alls
varnað . Margir Stefánungar þóttu gjafmildi r
í garð fátækra og Guðmundur vitnar í þau
orð Jóns Sigurðssonar, hagfræðings og fyrr-
verandi ráðherra, um Ólaf Stefánsson, sem
fyrstur þeirra hófst til æðstu metorða á
Íslandi, að spillingarákærur á hendur honum
hafi dottið dauðar niður . En Guðmundur
nefnir sömuleiðis þá niðurstöðu Einars
Hreinssonar sagnfræðings í sænskri doktors-
ritgerð, Nätverk och nepotism, að Ólafur hafi
sloppið með skrekkinn, knúinn til að semja
um brotthvarf úr embætti því að ella hefði
hann verið sóttur til saka (bls . 99) .
Hvað heldur Guðmundur Magnússon?
Nú er vissulega góðra gjalda vert að lesandi
fái sjálfur að komast að eigin niðurstöðu
en á hinn bóginn má líka að segja að
höfundurinn, sem á að vita nóg um málið
eftir eigin rannsóknir og lestur, eigi að segja
hvað honum finnst . Að vísu grunar mann
að Guðmundi þyki Einar Hreinsson vera
nær hinu sanna — og þá ekki síst vegna þess
eftirmála við andstæðar fullyrðingar Jóns
Sigurðssonar, sem er af Stephensensætt,
að „ættrækni Stephensena sé söm við sig,
þótt ættfaðirinn hafi legið í gröf sinni í tvö
hundruð ár“ (bls . 99) .
Svipaðar spurningar vakna þegar Briem-
arar eru annars vegar . Við Tjarnargötu risu
snemma á síðustu öld vegleg hús embættis-
manna af Briemsætt . Gatan var því kölluð
„eitt fyrsta snobbhverfið í Reykjavík“, segir
Guðmundur . Á hinn bóginn ber hann
einnig Eggert Ásgeirsson, ættrækinn og
ætt fróðan Briemara, fyrir því að „íburðar
hafi hvergi gætt og snobb í nútímaskilningi
verið fjarlægt flestum sem þarna bjuggu“
(bls . 167‒168) . Hér hefði verið gott að vita
að hvoru matinu höfundur hallast .
Þeir sem lásu rit Guðmundar um Thors-
arana spjaldanna á milli finna fátt nýtt í
frásögninni af þeim . Hún er líka mun styttri
en kaflarnir um Stefánunga og Briemara .
Hollt er samt að rifja upp þau tíðindi sem
verkið færði á sínum tíma að Thorsararnir
skirrðust ekki við að brjóta gjaldeyrislög
og geyma fé á erlendum reikningum —
ekki frekar en aðrir sem það gátu (bls .
222‒223) . Höft bitna aldrei eins mikið á
þeim sterkefnuðu og okkur hinum .
Síðasti kafli verksins, fyrir utan stuttar nið-
ur stöður, nefnist „Fjölskyldurnar fjórtán“ .
Færist þá sögusviðið nær sam tímanum .
Ýmsir koma við sögu eins og gefur að skilja