Þjóðmál - 01.12.2012, Síða 89

Þjóðmál - 01.12.2012, Síða 89
88 Þjóðmál VETUR 2012 Þannig frásagnir þurfum við þó líka að hafa, annars hættir okkur til að sjá ekki skóginn fyrir trjánum . Þar að auki þykir vissulega mikilvægt í sagnfræði og skyldum greinum að greina, bera saman, álykta og smíða kenningar um orsakir, afleiðingar og annað samhengi hlutanna . Og þá reynir á fólk að líta út fyrir sitt sérsvið, sitt tré . Hverjar eru niðurstöður verksins? Kannski var það vandi Guðmundar að skýrar niðurstöður og samhengi sjást ekkert endilega að ættarveldasögunni lokinni, frá Oddaverjum fortíðar til Engey inga nútímans . Vissulega sjást líkindi í lífs- háttum sem almenningur hverju sinni átti ekki að venjast, frændhygli og hverskyns sérhagsmunagæslu . En annað er gerólíkt frá einni öld eða ætt til annarrar . Rauði þráðurinn er stundum fölur eða slitinn . Ekki varpar það endilega rýrð á verkið og lipur stíll setur svip sinn á það frá upphafi til enda . Mann langar alltaf til að lesa næsta kafla . Og þá komum við líka að öðru einkenni fræðasamfélagsins, nokkurri tregðu og jafnvel einnig takmörkuðum tækifærum til að miðla rannsóknum til fróðleiksfúss almennings . Hversu margir lesendur Þjóðmála hafa til dæmis heyrt af ágætri doktorsritgerð Einars Hreinssonar sem áður var minnst á? Og er doktorsritgerð Haralds Gustafssonar um svipað efni, Mellan Kung och allmoge, ekki fallin í gleymskunnar dá? Stundum þarf því að safna saman fyrri rannsóknum og miðla þeim áfram á fjörlegan og fræðandi hátt, ekki síst þegar doktorsritgerðir á sænsku eru annars vegar! Að þessu mættu akademískir sagnfræðingar huga meira . Hugsi þeir aðeins um að rannsaka eftir öllum kúnstarinnar reglum en láti sig miðlun til almennings litlu eða engu varða gætu þeir allt eins farið að spila vist eða World of warcraft . Engir tækju eftir breytingunni nema þeir sjálfir og kollegarnir . Hugsjónir hægri manns Óli Björn Kárason: Manifesto hægri manns . Ugla, Reykjavík 2012, 256 bls . Eftir Jón Ragnar Ríkharðsson Hægri stefnan á Íslandi hefur goldið fyrir það, að hægri menn eru flestir latir að tjá sig og láta vinstri menn um sviðið . Ómaklegum árásum frá hendi vinstri manna hefur sjaldan verið svarað, „sá vægir sem vitið hefur meira“ er vinsælt hjá hægri mönnum og þess vegna hefur þjóðin öll þurft að þola vinstri stjórn í fjögur ár tæp . Hægri menn eru oftast hófsamir og yfirvegaðir, eldmóður þekkist í hjörtum þeirra en þeir fara oftast afskaplega dult með hann . En sem betur fer eru til undantekningar og Óli Björn Kárason hefur brennandi eld í sínu hjarta og hann er ófeiminn við að láta vaða . Um langt árabil hefur hann kynnt áherslur hægri stefnunnar í ræðu jafnt sem riti og hann segir skoðanir sínar umbúðalaust . Fyrir skömmu gaf hann út bókina Manifesto hægri manns, þar sem hann birtir ýmsar greinar er hann hefur ritað sl . fjögur ár . Bókinni skiptir hann í sjö meginkafla til að gera efnið aðgengilegra . Í fyrsta meginkafla fjallar Óli Björn um Sjálfstæðisflokkinn . Fyrsta greinin nefnist „Flokkur í ólgusjó“ og þar ræðir höfundur um flokkinn á mjög óvæginn og málefna- legan hátt . Hann bendir á veikleika þann sem birtist í sundurlyndi sjálfstæðismanna varðandi aðild að Evrópusambandinu og rétt er að staldra við það örlitla stund . Það er óeðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli ekki vera einhuga varðandi aðild að ESB, því hann var stofnaður til þess að standa vörð um sjálfstæði og fullveldi Íslands, nafn hans felur það í sér . Þess vegna getur flokkurinn aldrei samþykkt aðild að ESB, samþykkt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.