Þjóðmál - 01.12.2012, Síða 93

Þjóðmál - 01.12.2012, Síða 93
92 Þjóðmál VETUR 2012 miðalda . Þar verður að vísu að gera ráð fyrir því að flestir þeirra sem hlutu leg á Skriðu hafi verið úr Austfirðingafjórðungi, en engin ástæða er til að gera því skóna að heilsufar fólks þar hafi verið ýkja frábrugðið því sem gerðist og gekk í öðrum landshlutum . Ég hef lesið allmargar skýrslur um fornleifaupp grefti um dagana . Þær voru flestar fróðlegar og gagn legar en gátu fæstar talist skemmti lestur . Með þessari bók er farið inn á nýjar brautir og í inngangi lýsir Steinunn tildrögum þess þannig: Við Gísli [þ .e . Gísli Kristjánsson, bróðir Steinunnar] vorum raunar í fyrstu ekki sammála um það hvaða form ætti að vera á bókinni . Hann vildi að allir gætu lesið hana, ekki bara fornleifafræðingar . Ég þrjósk aðist lengi vel við og skrifaði fyrstu kaflana í eins konar fornleifaskýrslustíl með nákvæmum lýsingum á jarðlögum og samhengi þeirra . Gísli bað mig vin- samlegast að henda þessu í ruslið, enginn nennti að lesa svona upptalningu . Hún væri beinlínis hundleiðinleg! Bókin þyrfti að vera skrifuð í frásagnarstíl, eins og um sögu væri að ræða . Það væri vel hægt án þess að slá af fræðilegum kröfum . Góðu heilli fór Steinunn að ráðum bróður síns og hún lætur sér ekki nægja að lýsa uppgreftinum og niðurstöðum hans, heldur setur sögu Skriðuklausturs einnig í víðara samhengi, innanlands og utan . Árangurinn er einkar fróðleg og vel skrifuð bók sem unun er að lesa . Allur frágangur hennar er mjög góður, myndefni mikið og vel valið og útlitið fallegt . Sagan af klaustrinu á Skriðu birtir okkur nýja mynd af íslensku samfélagi á ofanverðum miðöldum, mynd sem máluð er fleiri litum en algengt hefur verið í sögubókum . Hún veitir miklar upplýsingar en vekur einnig margar spurningar, ekki síst varðandi önnur klaustur á Íslandi . Þeim verður varla svarað til hlítar nema með frekari fornleifarannsóknum . Tvöfaldan Nietzsche í kók, takk! Ayn Rand: Undirstaðan . Elín Guðmunds dótt ir þýddi . Almenna bókafélagið, Reykjavík 2012, 1146 bls . Eftir Þórdísi Bachmann Ég kynntist Atlas Shrugged um 1980, á námsárum mínum í New York . Féll svo kyrfilega fyrir henni, að ég hef lesið hana margsinnis síðan, eins og sjá má á fyrsta eintakinu sem ég keypti . En hvers vegna að skrifa ritdóm um bók sem var skrifuð fyrir rúmlega hálfri öld? Er svo gömul bók á einhvern hátt mikil- væg okkur nútímafólki á Íslandi í dag? Já, því miður, liggur mér við að segja . Því hálfri öld síðar hafa skilaboðin alveg jafn mikið vægi (ef ekki meira) og þeim er hafnað alveg jafn harkalega af þeim sem sitja með ránsfenginn . Atlas Shrugged, eða Undirstaðan, er sið- ferði leg og vitræn spennusaga . Átökin eru á milli einstaklings og ríkis, sérgæsku og náunga kærleiks, hugsana og skoðana . Sam- yrkjan er búin að rústa Evrópu, sem lifir nú af matarbirgðum sem siglt er yfir á veg- um neyðarhjálpar Bandaríkjanna (BNA), en þar á fram vindan sér stað . Í BNA eru helztu frum kvöðlar hins vegar um það bil að draga sig út úr samfélaginu . Reyndar var vinnut itill bókar innar Verkfallið, vegna þess að Ayn Rand vildi skoða hvað gerðist ef allir skap andi menn færu í verkfall . Ayn var andvíg þeirri útbreiddu hug mynd, að iðnjöfrar hafi auðgast á verð mæta sköpun
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.