Þjóðmál - 01.12.2012, Side 95

Þjóðmál - 01.12.2012, Side 95
94 Þjóðmál VETUR 2012 reynd irnar séu þvert á boðun Marx: Það er verkamaðurinn, sem auðgast á því að kaupsýslumenn þrói ný verkfæri, aðferðir, nýtt skipulag og nýjar afurðir, sem auka framleiðni verkamannsins og þannig laun hans . Það er verkamaðurinn, sem græðir á því að iðnjöfurinn geti lagt honum til verk- færi, vélar og verksmiðjur, sem auka fram- leiðni hans og laun . Það er hugvitssemin að baki gufuvélinni og rafmagninu, bílnum og flugvélinni, tölvunni, örflögunni og inter- netinu, í viðbót við kapítalíska fjölda fram- leiðslu á öllu þessu, sem var hin afgerandi breyting í lífi fólks; ekki hve margar vinnu- stundir það vann á viku . Enn þann dag í dag á verðmætasköpun sér stað vegna þróunar hugmynda . Vísinda- menn og uppfinningamenn, iðnjöfrar og kaupsýslumenn útfæra hugmyndir og breyta þannig lífsskilyrðum fólks . Í þeim post- hrun heimi sem við búum í, er þó vissulega auðvelt að tortryggja alla kaupsýslumenn sem glæpamenn, sem ekki er búið að koma upp um ennþá . Ayn er þó að skrifa þetta 51 ári fyrir hrun og segja: Alvörukaupsýslumaður er skap- andi hetja . Kjarni hetjuskapar er fram- leiðsla verðmæta . Heimur viðskiptanna er göfug ur, þar sem enginn kemst til lengdar upp með að blekkja eða snuða viðskiptavini sína . Það er brautryðjendum að þakka að fólk í hinum auðuga hluta heimsins í dag nýtur lífskjara sem engar kynslóðir á undan okkur létu sig dreyma um . Og allt hefur þetta gerst á tvö hundruð árum . Í gegnum alla bókina eru okkur sýnd dæmi um hvað gerist þegar menn taka ábyrgð og beita skynsemi og hvað gerist þegar menn gera það ekki — og fljóta sofandi . Áður en Atlas tekur sig til og hristir heiminn, blasir við samfélagskerfi sem gengur ekki upp — reglur sem útiloka allt framtak; fólk, sem ber af sér alla ábyrgð á eigin lífi, sjúkrahús sem skila fólki veikara en það var við innlögn og stéttarfélög sem þjóna ekki hagsmunum verkafólksins, heldur sínum eigin . Eftir syndafallið kemur í ljós að sá veruleiki sem við nú ergjum okkur á, var óhjákvæmilegur og hugsanlega eina mögulega niðurstaðan að forsendunum gefnum . Vegna þess að Ayn hafði sjálf lifað tímana tvenna, fyrst í heimalandinu Rússlandi og síðan í Bandaríkjunum, sá hún fyrir þær afleiðingar sem samtími hennar myndi hafa í för með sér — og fram í tímann, til vorra daga . Góður maður hlægilegur Rétt eins og Snæfríði Íslandssól þykir Dagnýju góður maður hlægilegur . Dagný hefur semsé þekkt ágætan mann, sem reyndar er í einu af aðalhlutverkum bókar- innar . Í upphafi sögunnar gefur hún sér lítinn tíma til að njóta þess að vera kona, hún er of upptekin við að bjarga fyrirtæki sínu frá glötun og gjaldþroti, sem er yfirvofandi vegna ástandsins í Bandaríkjunum; ástands ekki ósvipað Grikklandi í dag, eða Þýska- landi um 1930; ástands sem fer síversn andi dag frá degi . Kveikt var á götuljósunum sem héngu eins og litlir gulir hnettir yfir auðum götum Marshville . Hún sá ljós í gluggum ódýrra húsa sem á nokkrum árum voru orðin eins og hrófatildur í fátækrahverfum; þetta voru heimili fólksins sem ekki hafði flust burt, fólksins sem aldrei hugsaði lengra en viku fram í tímann . Hún sá að kveikt var á stórum nýjum sjónvarpstækjum í stofum í húsum með veggjum að molna og þökum að hrynja . Hún velti fyrir sér hversu lengi fólkið vænti þess að raforkuverin í Colorado yrðu starfrækt . Við aðalgötuna í Marshville var röð af svörtum gluggum verslana sem búið var að loka . Allar verslanir sem seldu munaðarvöru voru

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.