Þjóðmál - 01.12.2012, Blaðsíða 97
96 Þjóðmál VETUR 2012
tungumál en sjaldnast sitt eigið móðurmál,
rótslitinn einstæðingur með kjölfestu í
voninni, alla sína ævi á leiðinni heim .“
að fórna sér fyrir hinn aðilann . Hið nána
samband eigi að vera eitthvað sem karlar —
og konur — gera sjálfs sín vegna . Bónus-
inn er hins vegar að það sem kemur hinum
aðilanum vel, styrkir samskiptin .
Líklega eru það fæstir nútíkarla — og
kvenna — sem geta eða vilja lifa upp til
dyggða söguhetjanna hennar Ayn og þess-
arar hreinu, tæru ástar sem þær ástunda:
Hún svaf ekkert á þeim klukkustundum
sem hún átti eftir að vera í dalnum . Hún
sat á gólfinu í herberginu sínu, þrýsti
höfðinu að rúminu og fann ekki til neins
nema návistar hans hinum megin við þilið .
Stundum fannst henni sem hann stæði fyrir
framan hana, eins og hún sæti við fótskör
hans . Þannig varði hún síð ustu nótt inni
með honum . (Undirstað an, s . 800 .)
Vitanlega getur ein bók aldrei rúmað hið
endanlega svar og þeir, sem einungis trúa
á eina bók, eru verst upplýstir af öllum .
Undirstaðan er þó allt öðruvísi bók en flest
okkar hafa lesið áður . Og lesendur hennar
eiga margar skemmtilegar nætur fram-
undan í félagsskap Atlasar og Ayn . Okkur
lesendum er mikill fengur að því stórvirki
Elínar Guðmundsdóttur að koma þessu
verki svo listavel yfir á íslensku .
___________________________________________
Ævisaga Nonna
Ein af eftirtektarverðustu bókum hausts ins er áreiðanlega Pater Jón
Sveinsson — NONNI eftir Gunnar F .
Guðmundsson sagn fræðing . Bækurnar
um Nonna og Manna eru hverjum Ís lend-
ingi, sem kominn er yfir miðjan aldur,
hugstæðar . Sjálfur var Nonni mjög minnis-
stæður öllum sem honum kynntust . Í
næsta hefti Þjóðmála mun birtast ritómur
um bókina .
Undir lok bókarinnar kemst höfundur
svo að orði um söguhetju sína:
„Jón Sveinsson lifði og hrærðist i bókum
sínum, Nonnabókunum . En honum fannst
hann jafnframt þurfa að fylgja sögum
sínum eftir með því að ferðast um heiminn,
hitta fólk og komast í lifandi samband
við það . Þannig fékk einnig eirðarleysi
hans „postullegan“ tilgang . Hann var
heimsmaður án föðurlands, talaði mörg