Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 3

Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 3
efnisyfirlit Guðlaug Guðmundsdóttir Veldur hver á heldur Kennarasamband Íslands stendur á margháttuðum tímamótum. Framundan er þingvetur og kosningar í öll helstu embætti, auk þess sem samningar allra aðildarfélaga eru lausir. Hætt er við að baráttan endalausa fyrir bættum kjörum eigi eftir að taka á og nú reynir enn einu sinni á samstöðuna. Beittasta vopnið í kjarabaráttu hverrar stéttar er án efa fagmennska hennar. Kennarar á Íslandi hafa einhverra hluta vegna ekki notið þeirrar virðingar í starfi sem þeim ber. Þetta birtist í háðslegri meðferð á kennurum í bók- menntum þjóðarinnar, ótrúlegu áhugaleysi fjölmiðla á skólamálum og síðast en ekki síst í lágum launum stéttarinnar. En myndin af kennurum breytist. Reyndin er nefnilega sú að mikil fagleg gróska ríkir meðal kennara og skólastjórnenda á öllum skólastigum hér á landi. Þeir eru vel menntaðir, áhugasamir og fylgjast ágætlega með nýjungum. Þetta sést best þegar blásið er til ráðstefna og málþinga. Fagmennsku kennara og skólastjórnenda þarf að kynna vel, bæði inn á við og út fyrir raðir félagsmanna sjálfra. Skólavarðan, eina tímaritið á Íslandi sem fjallar um fag- og kjaramál kennarastéttarinnar, er dýrmætur miðill sem ber að hlúa vel að og efla. Hún er vettvangur kennara til að þétta eigin raðir og auka virðingu sína. Þar sem þetta er síðasta Skólavarðan sem ég ritstýri vil ég nota tækifærið og þakka öllum þeim sem lögðu mér lið við að gera undanfarin fjögur tölublöð úr garði. Ég óska félagsmönnum KÍ farsældar um ókomna tíð. Guðlaug Guðmundsdóttir 1 Leiðari 2 FOrMaNNSKJÖr 4 BarÁTTUFUNDUr 6 LÍFFrÆði 9 KJaraMÁL Svíar setja milljarða í framgangskerfi kennara 10 KJaraMÁL Samningar leiðréttinga eða brostinna vona? 12 KJaraMÁL Stofnanasamningar í framhaldsskólum 14 NÁMSTeFNa Skóli framtíðar 17 FerðaLÖg Formaður FSL á ferð og flugi 18 SKróp Mér leiðist, ég er útundan og kennarinn sér mig ekki 20 KJaraMÁL Afsakið, er ég að trufla? 21 FÉLagSMÁL Stefna Félags tónlistarskólakennara 22 NÝJUNg Þróunar samvinna ber ávöxt 24 reKSTUr Nemendahappdrætti grunnskólanna 25 LÖgFrÆði Óvægin umræða um einelti í skólum 26 rÁðSTeFNa Mikilvægt að efla virðingu kennarastarfsins 27 ViðTaL Kjör kennara ekki samkeppnishæf 30 ViðTaL Með krökkum og kompónistum 33 SiðaNeFND Siðareglur - nytsamlegur stuðningur við siðferðiskenndina. 34 HeiLSaN Röddina þarf að viðurkenna sem bótaskylt atvinnutæki 36 KHaN acaDeMy 38 LeSTrarFÆrNi Lestur er leikur einn á Reykjanesi 39 KJaraMÁL Ég er leikskóla kennari og vinn sérfræðistarf 40 MeNNTUN Ungt og efnilegt fólk mun flykkjast í kennaranám ef... 42 ViðTaL Við lok formlegs náms verður nýtt upphaf 46 KeNNSLUFrÆði Sköpun 48 NÝJUNg Lærum og leikum með hljóðin 49 NÝJUNg Fljúgandi teppi 50 þróUNarVerKeFNi 52 STarFSþróUN Skólaheimsóknir og kennslugagnasýningar 53 NÝJUNg TRAS-skráning 54 SMiðSHÖgg Höfum kennaralaunin á Íslandi jafn góð og í öðrum löndum 56 KrOSSgÁTa Ritstjóri: Guðlaug Guðmundsdóttir gudlaug@ki.is / sími 595 1106. Ábyrgðarmaður: Þórður Á. Hjaltested thordur@ki.is. Umsjónarmaður félagatals: Fjóla Ósk Gunnarsdóttir fjola@ki.is / sími 595 1115. Forsíðumynd: Jón Svavarsson. Hönnun og prentun: Oddi Umhverfisvottuð prentsmiðja. Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir stella@ki.is / sími 595 1142 eða 867 8959. Prófarkalestur: Urður Snædal urdur.snaedal@gmail.com.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.