Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 31

Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 31
SKóLaVarðaN 2. tbl 2013 viðtalviðtal 29 gOTT STarF Í LeiK- Og TóNLiSTarSKóLUM Fyrsta skólastigið er leikskólinn. Illugi hefur heimsótt fjölda þeirra og segir ljóst að þar sé unnið afar gott starf og tími barnanna vel nýttur. Þar eins og annars staðar sé starfið þó í stöðugri endurskoðun. „Auðvitað er alltaf umræða um hvort við getum fært meira námsefni neðar og þá inn í leikskólann. Mér finnst alveg sjálfsagt að ræða það, en hitt er auðvitað mikilvægt að börn fái að vera börn. Að þau fái að leika sér sem mest og vera í friði fyrir heimi okkar full- orðna fólksins eins lengi og hægt er.“ Lög kveða á um að 2/3 hlutar starfs- manna við menntun og umönnun barna í leikskólum skuli vera menntaðir til þess. Er ekki áhyggjuefni hversu mikið vantar upp á að það markmið laganna náist? „Jú, sérstaklega í ljósi þess að nokkrir áratugir munu líða þar til við getum uppfyllt þessar kröfur. Ég er þeirrar skoðunar að sérstaklega við kennslu yngstu nemendanna þurfum við á að halda fólki með mjög góða uppeldis- menntun, þannig að ég vil ekki slá af kröfum hvað menntun varðar - en ég vil vera raunsær um hvernig við getum best unnið úr þessari stöðu. Það þýðir m.a. að við þurfum að hafa sveigjan- leika varðandi námið.“ En þýðir það að þú viljir bjóða á ný upp á þriggja ára leikskólakennaranám? Hvað varðar aðrar starfsstéttir þá gildir það oft að einhver réttindi ávinnist með þriggja ára námi, t.d. BA/BS námi, og til viðbótar komi síðan aukin rétt- indi, t.d. með meistaragráðu. Í ljósi fyrirsjáanlegs og alvarlegs skorts á leik- skólastiginu þá hljótum við að skoða allar lausnir til að efla hið góða starf sem þar er unnið. Illugi nefnir tónlistarskólann sem ann- að dæmi um að vel hafi tekist til. „Ég held að það fyrirkomulag sem við höfum haft í tónlistarkennslu síðustu árin hafi skilað gríðarlegum árangri. Við sjáum þess stað mjög víða í tónlistar- lífi þjóðarinnar. Að baki þessa mikla vaxtar liggur mikil menntun margra og gott aðgengi að tónlistarskólum. Þar fyrir utan er tónlistarnám mannbæt- andi, því það krefst aga, einbeitingar og vinnu sem skilar árangri langt út fyrir námið. Ég vil því gera mitt besta til að efla það.“ BOðar SaMSTarF Það er stundum nefnt í opinberri um- ræðu að ekki sé hægt að gera breytingar á skólakerfinu vegna andstöðu kennara og kennaraforystunnar. Er þetta þín upplifun? „Nei, því hjá kennaraforystunni og kennurum almennt er aðeins eitt sem skiptir máli og það er hversu vel okkur tekst upp með skólastarfið. Ég held að það sé mjög ríkur metnaður hjá foryst- unni og kennurum að skila sem bestu starfi fyrir nemendur. Ég held að það séu tækifæri til úrbóta en auðvitað þarf að ræða hvaða leiðir eru bestar.“ Texti: Aðalbjörn Sigurðsson. Myndir: Jón Svavarsson og Aðalbjörn Sigurðsson. ekki var verið að leggja niður Fagráðið eða draga úr starfsemi þess. Ég tel að betur sé hægt að sinna því úr ráðuneytinu með þeim fjármunum sem við höfum hér til staðar. Menntamálaráðherra sló á létta strengi þegar hann heimsótti Kennarahúsið fyrir stuttu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.