Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 16

Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 16
14 Skólavarðan 2. tbl 2013 námstefnanámstefna Félag stjórnenda leikskóla og Skólastjórafélag Íslands boðuðu til námstefnunnar Skóli framtíðar á Hótel Nordica 11. október sl. Á fjórða hundrað skólastjórnenda úr leik- og grunnskólum mættu og hlýddu á þá Frank crawford og Ollie Bray, sem báðir eru skoskir og eftirsóttir fyrirlesarar. ingileif Ástvaldsdóttir, varaformaður SÍ, setti ráðstefnuna og áður en hún lauk máli sínu setti hún gestum fyrir að setja eitt tíst inn á Twitter um námstefnuna eða það sem þeim væri efst í huga í lok dags. Frank og Ollie halda báðir úti efnismiklum og fróðlegum heimasíðum sem vert er að skoða. FraMTÍðiN er HÉr Og Nú Frank Crawford var skólastjóri en er nú kominn á eftirlaun. Hann er vel þekktur og vinsæll fyrirlesari, enda býr hann yfir yfirgripsmikilli reynslu af skólamál- um og stjórnun. Hann fjallaði í erindi sínu um forystu, dreifstjórnun skóla og skólaþróun. Frank hóf erindi sitt á því að fullyrða að breytinga væri þörf í skólastarfi og það strax. „Menntun felst í því að breytast,“ sagði hann, „ og sá sem menntast verður því ekki samur.“ Hann sagði að skólar væru í eðli sínu íhaldssamar stofnanir og breytingar innan þeirra væru hægfara. Hins vegar einkenndist nútíminn af örum breyt- ingum og ef skólar ætluðu að halda í við þær yrðu þeir að spýta í lófana. DeiLa reyNSLU, SpyrJa SpUrNiNga Og HJÁLpaST að „Framtíðin er hér og nú,“ sagði Frank. „Tækninni fleygir fram á ofurhraða og hvert undrið á fætur öðru lítur dagsins ljós“. Hann nefndi sem dæmi þrívíddarprentun sem hann álítur að muni umbylta heiminum og breyta möguleikum mannkynsins til að eign- ast hluti. Hann spáði því líka að innan skamms yrðu einungis örfáir háskólar til í heiminum. „Netið á eftir að verða meginvettvangur fyrirlestra og upp- lýsinga, enn frekar en nú er. Gott dæmi um þetta er vefurinn Khan Academy, þar sem eru fyrirlestrar og fræðslu- myndbönd sem uppfylla ströngustu gæðakröfur. Vendikennsla af þessu tagi er ný tegund kennsluaðferðar sem gefið hefur góða raun og haft áhrif á hlutverk kennarans.“ Frank sagði að sóknarfærin til að bæta kennslu og skólastarf væru takmarkalaus, mann- eskjan hefði skefjalausa hæfni til að aðlagast og tileinka sér nýjungar. Hann mælti með því að kennarar kæmu sér upp bloggsíðum, það hefði reynst Skóli framtíðar - Námstefna skólastjóra á Hótel Nordica. Á fjórða hundrað skólastjórnenda kom á námstefnu FSL og SÍ á Hótel Nordica. Frank Crawford: „Hlutverk leiðtoga 21. aldarinnar er að leiða sitt fólk fram á við, gefa því svigrúm til að njóta sín.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.