Skólavarðan - 01.11.2013, Side 54

Skólavarðan - 01.11.2013, Side 54
52 Skólavarðan 1. tbl 2013 starfsþróunstarfsþróun Þeir Ólafur Sigurðsson og Jón Karl Einarsson hafa lengi aðstoðað kennara á öllum skólastigum við að komast á kennslugagnasýningar erlendis. Jafn- framt hafa þeir komið íslenskum kenn- urum í samband við erlenda skóla, þar sem þeir hafa fylgst með kennslu og fengið kynningu á námskrám og kennslubúnaði viðkomandi skóla. Ólafur starfar hjá Varmás ehf. og er tíður gestur í skólum þegar uppfæra þarf hugbúnað eða setja upp nýjan vélbúnað. Jón Karl Einarsson hefur ára- tuga reynslu sem fararstjóri og skipu- leggjandi ferða. Fyrirtæki hans, Farar- snið ehf. sérhæfir sig í að skipuleggja ferðir fyrir hópa, eins og t.d. kennara og tónlistarmenn. Ólafur og Jón Karl eru upphafsmenn að ferðum kennara á „Bett“ í London og „Education Show“ í Birmingham, en þangað liggur leið flestra farþega þeirra. Sú sýning hefst á miðvikudegi og lýkur á laugardegi. Með tilkomu flugs Icelandair beint til Manchester, sem aðeins er í rúmlega 100 km fjar- lægð frá miðborg Birmingham, hefur ferðatíminn út styst talsvert. Þó þarf að gista í London síðustu nóttina, en margir hafa notað tækifærið og farið á fótboltaleik eða í leikhús í stórborginni. Hægt er að fljúga heim hvort heldur um hádegisbil á sunnudegi eða með kvöldflugi. Leikskólakennurum hefur fjölgað jafnt og þétt í þeim hópi sem sækir Education Show í Birmingham því sú sýning þykir hafa margt for- vitnilegt að bjóða kennurum á því skólastigi. Til að hægt sé að skipuleggja þessar ferðir á hagstæðu verði fyrir kennara er mikilvægt að hópurinn sé ekki of lítill, því alltaf nást hagstæðari samn- ingar fyrir fleiri en færri. Reynsla Ólafs og Jóns Karls sýnir að áhugi íslenskra kennara á að þróa sig í starfi og fylgj- ast með nýjungum er mjög mikill og smitar út frá sér. Því eru þeir félagar reiðubúnir að koma til móts við óskir kennara sem frétta af áhugaverðum sýningum, vestan hafs eða austan. Þeir hafa einnig aðstoðað við skipulagn- ingu skólaheimsókna kennarahópa, t.d. ferðir Grunnskóla Hornafjarðar og Húsaskóla til Spánar, Glerárskóla til Garda-vatnsins á Ítalíu og Seljaskóla til Budapest. Kennarahópar sem hyggjast fara í hópferð næsta skólaár geta leitað upp- lýsinga um framboð ferða hjá Ólafi olisig@varmas.is og Jóni Karli jonkarl@ fararsnid.is. Skólaheimsóknir og kennslugagnasýningar Áhugi kennara á að þróa sig í starfi og fylgjast með nýjungum er mjög mikill. Kynntu þér rafrænt sKólasamstarf í Evrópu á etwinning.is Einföld verkefni fyrir kennara og nemendur og þátttaka í evrópsku skólasamfélagi á netinu.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.