Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 4

Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 4
2 Skólavarðan 2. tbl 2013 formannskjörformannskjör þeir bjóða sig fram til formanns KÍ þórður Árni Hjaltested Ég er kvæntur Kristínu Guðmundsdóttur, íþróttakennara og við eigum tvær dætur. Ég á einnig tvö börn af fyrra hjónabandi og 4 afastráka. Ég bý í Reykjavík, þar sem ég ólst upp, og hef starfað sem kennari í 23 ár við Varmárskóla í Mosfellsbæ. Síðustu átta ár hef ég starfað hjá Kennarasambandi Íslands fyrst í sex ár sem varaformaður Félags grunnskólakennara (FG), en frá árinu 2011 hef ég verið formaður KÍ. aF HVerJU BÝðUr þú þig FraM? Eftir eitt kjörtímabil í starfi formanns Kennarasambandsins tel ég mig vera kominn vel áleiðis með nýjar áherslur í starfsemi og uppbyggingu KÍ. Framundan er erfiður samninga- vetur þar sem brýnt er að vel takist til. Laun kennara og skólastjórnenda þurfa að hækka um 150 þúsund á mánuði til að vera samkeppnishæf við laun annarra háskólamenntaðra sérfræðinga og stjórnenda með svipaða menntun. Ég hef metnað til að beita mér til að svo megi verða og í því sambandi vil ég skapa þjóðarsátt um menntun. Formaður KÍ ber ábyrgð á rekstri þess, mannahaldi og fjármálum. KÍ stendur vel fjárhagslega og reksturinn er í góðu jafnvægi. Síðustu ár hef ég lagt áherslu á að efla þjónustu við félagsmenn með aukinni sérþekkingu starfsmanna. Mitt mat er að þjónustan nú sé betri en nokkru sinni fyrr, en þó er alltaf svigrúm til að gera enn betur. Ég hef verið í forystusveit KÍ frá 2005. Ég þekki innviði og uppbyggingu KÍ og óska nú eftir að fá endurnýjað umboð félagsmanna til að halda áfram á þeirri braut sem ég hef markað í samstarfi við stjórn KÍ. Ég tel mig hafa reynslu, þekkingu og kraft til að leiða KÍ næstu 3 árin. einar þór Karlsson Ég er kvæntur Karitas Bergsdóttur og við eigum börnin Elías Karl, tíu ára, og Victoríu Dís, fjögurra ára. Ég á einnig tuttugu og eins árs dóttur frá fyrra hjónabandi, Ísold. Ég hef meðal annars unnið við verslunarstörf, í fiskvinnslu, við húsaviðgerðir og sölustörf, gert leikskrár fyrir leikhús, verið kvikmyndargerðarmaður, þýðandi, fræðslustjóri hjá Vinnuskólanum og svo auðvitað grunnskólakennari í nær 14 ár. aF HVerJU BÝðUr þú þig FraM? Ég er í framboði fyrir þá kennara sem líður eins og mér, sem hafa líka sýn og eru orðnir þreyttir á að láta troða á sér. Formaður KÍ á að vera í góðu sambandi við kennara, tala máli þeirra og beita sér fyrir því að litið sé á þá sem sérfræðinga sem mennta nemendur. Kenn- arastarfið á að vera virðingarvert, eftirsóknarvert og vel launað. Formaður KÍ á að vinna að því að svo sé og sjá til þess að hlustað sé á kennara. Grunnskólakennarar sýndu það í Iðnó að þeir vita hvað þeir vilja. Framhaldsskólakennarar, tónlistarskólakennarar og leikskólakennarar hafa líka látið í sér heyra, en ég hef ekki merkt það á okkar forystu að á okkur sé hlustað. Við höfum dregist aftur úr í launum, sífellt er bætt á okkur störfum og svo má lengi telja. Ég tel nóg komið og trúi því að margir séu sammála og vilji breytingar. Forysta kennara á að sjá til þess að kennarar og skólastjórnendur hafi forsendur og frið til starfa. Einar Þór Karlsson. Þórður Árni Hjaltested.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.