Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 30

Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 30
28 SKóLaVarðaN 2. tbl 2013 viðtalviðtal fleiri möguleika, til dæmis að auðvelda nemendum að færa sig á milli þessara skólastiga. En afar margt þarf að skoða í þessu sambandi. Það er til dæmis heilmikið mál fyrir íbúa í hinum dreifðu byggðum að senda frá sér börn í fram- haldsskóla, jafnvel milli byggðarlaga, þegar þau eru sextán ára. Það er enn erfiðara ef þau eru ári yngri.“ Þetta á eftir að útheimta gríðarlega vinnu og fjármuni og það eru fjölmörg vandamál í skólakerfinu sem krefjast úrlausnar. Er rétt að setja þessa áherslu á styttinguna fram nú? „Bestu rökin fyrir að gera ekki neitt eru alltaf að það þurfi að gera svo margt annað. Það er rétt, það þarf að skoða fjölmörg önnur mál, en það útilokar ekki að við höldum áfram með þetta.“ KJaraSaMNiNgaVeT- UriNN FraMUNDaN Samningar kennara eru annað hvort lausir eða losna á næstu mánuðum. Allar tölur sýna að laun þeirra hafa dregist aftur úr samanburðarhópum og þeir gera því kröfu um kjaraleiðrétt- ingu umfram aðra hópa. „Auðvitað hef ég áhyggjur af stöðunni. Það þarf ekki að velkjast í vafa um að ef kjör kennara eru ekki samkeppnishæf, þá mun það bitna á þróun stéttarinnar og þar með talið skólastarfinu. Að því sögðu ætla ég ekki að gefa upp hvað ég tel eðlileg laun fyrir þessa vinnu. Kjörin eru kjarasamningsbundin og það er fjármálaráðuneytið sem sér um endurnýjun samninga. En ég tek fram að launin verða að vera þannig að þau fæli ekki ungt fólk frá því að velja sér þetta starf.“ Illugi segir að mögulega sé ákveðin skekkja í núverandi kjaraumhverfi þar sem kjör kennara breytist aðeins eftir aldri en ekki frammistöðu. „Menn geta velt því fyrir sér hversu aðlaðandi það er að fara inn í slíkt launaumhverfi. Kennurum er ekki umbunað fyrir að gera eitthvað nýtt eða að leggja meira á sig, heldur fyrst og síðast fyrir að að eldast. Mér finnst sjálfsagt að menn hugsi um hversu líklegt það sé að slíkt fyrirkomulag laði fólk að kennslu.“ OF LÍTið FÉ Í SKóLaKerFiNU Illugi dregur ekki dul á að fjármuni skorti víða í skólakerfinu, t.d. í fram- haldsskólunum. Áherslan í nýkynntum fjárlögum hafi því verið á að hlífa rekstri skólanna. „Þetta er í fyrsta sinn frá 2007 sem ekki er gerð krafa um aðhald á framhalds- skólastiginu sem þýðir að það skóla- stig fær á næsta ári sömu upphæð til rekstrar og í ár, en verðbætta. Reyndar hefur það þau áhrif að nemendum fækkar lítillega milli ára, en aðalatriðið er að engin aðhaldskrafa er gerð á framhaldsskólana.“ Skólastjórnendur komu fram eftir að frumvarpið var kynnt og sögðu að í því væri vissulega krafa um sparnað. Hafa þá skólastjórnendur rangt fyrir sér? „Já, hvað framhaldskólana varðar.“ Eitt af þeim verkefnum sem skorin voru niður í fjárlögunum var nýstofnað Fag- ráð. Engu að síður hefur þú talað opin- skátt um mikilvægi þess, meðal annars í nýlegu ávarpi til kennara. „Með þessu var ekki verið að leggja niður Fagráðið eða draga úr starfsemi þess. Ég tel að betur sé hægt að sinna því úr ráðuneytinu með þeim fjármun- um sem við höfum hér til staðar.“ En hvað með fjármögnun grunnskólans? „Það er eina skólastigið þar sem við erum sæmilega sett, því ef við berum okkur saman við önnur lönd setjum við hlutfallslega mikla peninga í það skólastig. “ En engu að síður eru íslenskir grunn- skólakennarar með mun lægri laun en þekkist í nágrannalöndunum? „Já, skipulag grunnskólans er umhugs- unarefni. Nú er ég reyndar að tala um verkefni annars stjórnsýslustigs, en mér finnst sjálfsagt að velta því fyrir sér hvernig fjármunum í því kerfi er ráð- stafað og í hverju við erum að fjárfesta.“ Þórður Hjaltested, formaður KÍ og Illugi ræða saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.