Skólavarðan - 01.11.2013, Page 55

Skólavarðan - 01.11.2013, Page 55
SKóLaVarðaN 1. tbl 2013 53 nýjungnýjung MyndMál Myndmál er myndrænt orðasafn fyrir leik- og grunnskólabörn til að læra íslensku með myndum, hljóði og texta, í  einföldum útgáfum. Myndmál nýtist mjög vel sem kennsluumhverfi fyrir tvítyngd börn, börn með þroskahamlanir, unga einstaklinga með einhverfu og ýmsa aðra sem eru með slakan orðaforða. Kerfið er því kjörið fyrir sérkennslu af hvaða tagi sem er til að auka almennan skilning. Einfaldar lestraræfingar eru líka í Myndmáli og því gott fyrir þá sem eiga í erfileikum með að ná tökum á lestri. Myndmál gerir fagfólki kleyft að halda utan um frammistöðu nemenda sinna á einfaldan og þægilegan máta með því að skrá niður getu barnanna. Skráningarblöð fylgja einungis skólaútgáfunni. Í dag eru yfir 800 myndir með hljóði og texta en þar sem Myndmál er í stöðugri þróun á eftir að bætast við þennan fjölda. Myndmál skiptist í flokka, þeir eru 20 talsins og undirflokkar eru 26. Athugið að fjórir flokkar eru opnir öllum í prufuútgáfu. myndmal.is Út er komið TRAS efni sem er ætlað til skráningar á mál- þroska tveggja til fimm ára barna. Efnið var þróað og samið af fræðimönnum í Noregi og er víða notað í leikskólum á Norðurlöndum. TRAS efnið er ætlað til stuðnings fyrir fag- fólk leikskóla til að það geti, á markvissan hátt, skipulagt málörvun í daglegu leikskólastarfi. Markmiðið er að leik- skólakennarar fylgist með og fái yfirsýn yfir málþroskafram- vindu barns. Íslenski TRAS hópurinn hefur frá því í maí 2009 unnið að þýðingu, staðfærslu og innleiðingu á TRAS. Þá tóku leik- skólakennarar og annað fagfólk í tólf leikskólum á Suður- landi og sex leikskólum í Hafnarfirði þátt í að prófa skrán- ingarlistann. Yfir 100 börn á aldrinum 2-5 ára voru skráð skólaárin 2009-2011. Með notkun TRAS verður til samræmd, marktæk skráning á málþroska allra barna á deildum leikskóla. Niðurstöðurnar geta verið lýsandi fyrir hvernig aðstoð eða hvaða úrræð- um þörf er á, með áherslu á snemmtæka íhlutun. Lögð er áhersla á samvinnu við foreldra. Skólaskrifstofa Suðurlands og Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar hafa frá upphafi styrkt verkefnið með ráðum og dáð. Aðstoð leikskólanna og skólaskrifstofanna var ómetanleg við inn- leiðinguna. Námsmatsstofnun gefur efnið út og annast sölu þess og námskeiðahald, en Íslenski TRAS hópurinn mun annast kennslu á námskeiðunum. Upplýsingar um TRAS og skrán- ingar á námskeið eru á heimasíðu Námsmatsstofnunar. TRAS er skammstöfun norska heitisins: Tidlig Registrering Av Språkutvikling. Mynd: Ragnar S. Ragnarsson.  TraS-skráning á málþroska ungra barna Íslenski TRAS hópurinn. Frá vinstri: Björk Alfreðsdóttir, Ingibjörg Símonardóttir, Hólmfríður Árnadóttir, Hrafnhildur Karlsdóttir og Margrét Tryggvadóttir. Á myndina vantar Ásthildi Bj. Snorradóttur.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.