Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 12
10 Skólavarðan 2. tbl 2013
kjaramálkjara ál
Veturinn framundan verður annasam-
ur hjá formönnum og öðrum starfs-
mönnum stéttarfélaga. Nánast allir
kjarasamningar landsins renna út á
næstu mánuðum og mikil vinna mun
fara í að endurnýja þá. Það hefur aldrei
verið auðvelt að sækja kjarabætur og
á því verður örugglega engin breyting
nú. Á fundi sem forsvarsmenn ríkis-
stjórnarinnar boðuðu 11. september
síðastliðinn með aðilum vinnumark-
aðarins voru skilaboðin skýr. Fjármála-
ráðherra talaði um hófstilltar kröfur og
framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins lagði þunga áherslu á að ekkert
svigrúm væri til launahækkana. Undir
það tóku fulltrúar sveitarfélaganna.
KaUpMÁTTUriNN rÝrNar
Það útheimtir mikla vinnu að endur-
nýja kjarasamning og vinnan er flókin.
Það er því til mikils að vinna að reyna
að einfalda samningaferlið. Ríkissátta-
semjari hefur síðustu misseri, í samráði
við aðila vinnumarkaðarins, beitt sér
fyrir breyttu og bættu vinnulagi við
samningagerðina. Í tengslum við það
hafa tveir vinnuhópar verið að störfum
síðustu mánuði. Annar fjallaði um laun
og skoðaði meðal annars launaþróun
hinna ýmsu stétta frá árinu 2006 til
dagsins í dag. Hinn hópurinn fór yfir
stöðu efnahagsmála. Oddur S. Jakobs-
son, hagfræðingur KÍ, var fulltrúi Kenn-
arasambandsins í báðum hópunum.
„Laun framhaldsskólakennara hafa
frá árinu 2006 hækkað minna en laun
annarra hópa sem við skoðuðum.
Launaþróun í tónlistarskólum hefur
einnig verið afar slök og kennarar og
skólastjórnendur hjá sveitarfélögun-
um eru lítið betur settir. Kaupmáttur
allra hópa innan KÍ hefur rýrnað á
tímabilinu.
Ef við berum saman laun framhald-
skólakennara og annarra sérfræðinga
sem starfa hjá ríkinu þá kemur í ljós
að dagvinnulaun kennaranna voru
um 17% lægri í maí síðastliðnum en
hinna sérfræðinganna. Félagsmenn KÍ
í grunn-, leik- og tónlistarskólum eru
síðan með um 19% lægri laun en við-
miðunarhópar sem starfa hjá sveitar-
félögunum. Ef launin eru borin saman
við það sem gengur og gerist hjá
sérfræðingum og stjórnendum sem
starfa á almennum vinnumarkaði þá
er munurinn miklu meiri.“
SaMið TiL SKaMMS TÍMa?
Kennarar finna þetta á eigin skinni um
hver mánaðamót og gera því kröfu
um alvöru launaleiðréttingu nú, en
þar verður á brattann að sækja. Sú
hefð hefur skapast í vinnu við endur-
nýjun kjarasamninga að fyrst er samið
um kjör starfsmanna á almennum
vinnumarkaði. Samningar þessa hóps
renna út 30. nóvember og vinna við
endurnýjun þeirra er þegar hafin. Flest
stéttarfélög sem koma að þeirri vinnu
hafa lýst þeirri skoðun að rétt sé að
gera skammtímasamning og leggja
áherslu á hækkun lægstu launa. Áhrifa
þessara samninga mun gæta langt út
fyrir raðir þeirra sem fá greidd laun
eftir samningnum, því öðrum hópum
er ætlað að semja á sömu forsendum.
eNgar eiNFaLDar LaUSNir
Skammtímasamningur þýðir venju-
lega að gerðar eru minniháttar launa-
leiðréttingar en vinnu við að leysa
stærri mál er frestað og þar með launa-
leiðréttingum einstakra hópa, þó fyrir
liggi að þeir hafi sannarlega dregist
aftur úr og að góð rök séu fyrir leiðrétt-
ingu. Þessir hópar, þar á meðal kenn-
arar, þurfa að ákveða hvað þeir ætla að
gera. Er rétt að sætta sig við skamm-
Samningar leiðréttinga eða brostinna vona?
það eru ekki bara kennarar sem
gera kröfu um sérstaka leiðréttingu
í samningunum nú. Margar
heilbrigðisstéttir hafa t.d. að undanförnu
minnt með áberandi hætti á slök
launakjör sín og mikið álag.