Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 11

Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 11
9SKóLaVarðaN 2. tbl 2013 kjaramálkjara ál Sænska ríkisstjórnin hefur lagt fjár- magn í nýtt framgangskerfi kennara í grunn- og framhaldsskólum og öðrum sambærilegum skólum. Þetta nýja kerfi tók gildi 1. júlí síðastliðinn en út- færsla þess á að vera fullbúin árið 2016. Möguleikarnir sem það opnar kenn- urum eru annars vegar lektorsstöður og hins vegar stöður sem kallast fyrsti- kennari (förstelärare). Framgangurinn hefur í för með sér launahækkanir sem nema um 5000 sænskum krónum á mánuði, um það bil hundrað þúsund íslenskum krónum. Lärarnas Riksförbund kynnti hug- myndina að framgangskerfinu árið 2011 og síðan þá hefur verið unnið að útfærslu þess. Hugmynd LR var sú að kennari sem sækir um að fá viðurkenn- ingu sem fyrstikennari þurfi, auk þess að vera með full kennsluréttindi, að hafa á sinni hendi verkefni eins og fagstjórn, vettvangsnám kennara- nema og leiðsögn nýrra kennara auk hefðbundinnar kennslu. Sá sem sækir um að fá lektorsstöðu skal hafa full kennsluréttindi, doktorsgráðu og fasta stöðu við skóla . Einnig á hann að hafa umsjón með rannsóknum í skólanum eða á vegum hans. Þessar hugmyndir LR urðu grundvöllurinn að framgangs- kerfinu. Það verður hlutverk skólastjórnenda að meta kennara til framgangs. Fjár- magnið sem ríkisstjórnin leggur fram nú í upphafi eru 880 milljónir skr. (um 16 milljarðar íslenskra króna) á ári og nægir það til að 4400 kennarar, eða um tíu prósent starfandi kennara í Svíþjóð, hafi möguleika á framgangi. Líkt og á Íslandi hafa kennarar í Svíþjóð mátt þola kjaraskerðingu umfram aðrar stéttir í sambærilegum störfum. Fram- gangskerfið á að undirstrika mikilvægi kennarastarfsins og sýna viðurkenn- ingu á störfum þeirra sem leggja sig sérstaklega fram í starfi. Nú er málum þannig háttað innan íslenskra skóla að eina leið kennara til framgangs felst í því að hætta kennslu og taka að sér stjórnunarstörf. Byggt á grein í Skolvärlden 6. tbl. 2013. Texti: Guðlaug Guðmundsdóttir. Mynd: Rósa Maggý Grétarsdóttir. Íslenskir kennarar sækja námskeið innanlands sem utan. Kannski mætti líka sækja fyrirmynd að framgangi í starfi til Svíþjóðar. Svíar setja milljarða í framgangskerfi kennara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.