Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 32
30 Skólavarðan 2. tbl 2013
viðtalviðtal
Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir tónlistar-
skólastjóri sleit Tónlistarskóla Álftaness
í seinasta sinn í vor. Tvennt kom til; hún
hætti störfum eftir þriggja áratuga far-
sælt leiðtogastarf og skólinn hætti að
vera til sem sjálfstæð stofnun.
Sveinbjörg er baráttujaxl og ekki er
laust við að stundum hafi gustað um
hana. Hún segist ekki láta vaða yfir sig
og berst fyrir sínu eins og svo margir
kollegar hennar þurfa að gera. Öll
bæjar félög vilja státa af glæsilegum
menningarstofnunum eins og tónlist-
arskólar eru en það getur verið þrautin
þyngri að fá fjármagn til að halda þeim
gangandi.
„Hrunið hafði mikil áhrif á skólann.
Nemendum og kennurum fækkaði
enda fór sveitarfélagið okkar sér-
staklega illa út úr því. Fjárveitingar til
skólans voru stórlega skertar með til-
heyrandi afleiðingum og nemendum
fækkaði um þriðjung. Það var mikil
blóðtaka,“ segir Sveinbjörg alvarleg í
bragði. En þrátt fyrir það hélt skólinn
sínu striki og gerði sig gildandi í sam-
félaginu á Álftanesi með kaffihúsatón-
leikum og einstöku samstarfi við tón-
skáldin á nesinu sem eru mörg miðað
við höfðatölu. TÁ hefur tekið þátt í
Nótunni öll þau þrjú ár sem hún hefur
verið haldin og tvisvar komist á verð-
launapall.
SigLUFJÖrðUr,
LONDON, ÁLFTaNeS
Sveinbjörg er fædd og uppalin á Siglu-
firði og þar steig hún fyrstu skrefin út
á tónlistarbrautina. Karlakórinn Vísir,
sem var frægur á sínum tíma, rak tón-
listarskóla þar. Haukur Guðlaugsson,
organisti og síðar söngmálastjóri Þjóð-
kirkjunnar, kenndi þar í þrjú ár og var
fyrsti píanókennari Sveinbjargar. „Allir
elskuðu hann og hans var sárt saknað
þegar hann fór frá okkur til náms,“
sagði Sveinbjörg. „Síðan kom hver
kennarinn á fætur öðrum sem var ekki
mjög æskilegt, en ég var full áhuga og
var dugleg að æfa mig. Þá lá leið mín í
Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem ég
lærði áfram á píanó hjá Jóni Nordal og
tók líka tónmenntakennarapróf. Þaðan
fór ég í Guildhall School of Music and
Drama í London. Þar var ég í sjö ár
alls og útskrifaðist sem einleikari og
einsöngskennari auk þess að stunda
nám í undirleik.“ Í skólanum kynntist
Sveinbjörg eiginmanni sínum, John
Speight sem er söngvari og tónskáld,
og kenndi píanóleik og tónmennt við
einkaskólann St. Michaels í Surrey í
þrjú ár eða þar til hún fluttist heim.
Þegar hjónin fluttu til Íslands starf-
aði Sveinbjörg sem píanókennari og
meðleikari við Tónskóla Sigursveins D.
Kristinssonar, og sem píanóleikari með
kammerhópum, kórum og söngv-
urum, sérstaklega eiginmanninum,
og kom fram á fjölda tónleika bæði
innanlands og utan. Hún var eitt ár í
námsorlofi í Bandaríkjunum, m.a. við
Westminster Choir College í Princeton,
þar sem hún sótti tíma í píanóleik,
söng, ungbarnakennslu og meðleik
Með krökkum og
kompónistum
Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskóla Álftaness, tekin tali.