Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 35

Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 35
Skólavarðan 2. tbl 2013 33 siðanefndsiðanefnd Siðferðiskennd er nauðsynlegur þáttur í fagmennsku kennara, þó siðareglur séu það ekki. En það er metnaðarlítil fagmennska sem lætur nægja það sem nauðsynlegt er og gerir aldrei neitt umfram; það er jafnvel ósennilegt að fagmennska þrífist án faglegs og siðferðilegs metnaðar. Hann kann svo að kalla á siðareglur sem eru hluti af daglegu starfi, hluti af siðferðiskennd fagmannsins og raunveruleg hvöt til verðugra verka. En ef siðareglur eru í raun samþykktar af þeim sem eiga að fara eftir þeim, eru þær þá ekki svo sjálfsagðar að óþarfi sé að hafa orð á þeim? Hvaða gagn er að því að orða hið sjálfsagða? Siðareglur sem eru styrktar af viður- lögum gera augljóslega gagn, og með þeim má veita hinum breysku og for- hertu aðhald. En siðareglur kennara eru engin lög og siðaráð kennara eng- inn dómstóll. Þær eru frekar áskorun og áminning fyrir siðferðiskenndina; yfirlýsing kennarastéttarinnar innbyrð- is og til þeirra er málið varðar. Það er tilhneiging að gefa sér að reglur hljóti að vera einhlítar og að af þeim megi álykta afdráttarlaust líkt og í stærðfræði. Slík rökhugsun er þó að- eins einn hluti skynsemi okkar og regl- ur geta einnig nýst öðrum tegundum skynseminnar, s.s. dómgreindinni og sköpunargáfunni. Dómgreindin er geta okkar til að meta hluti út frá reynslu og af innsæi. Hún er sú tegund skynsemi sem við notum kannski mest dagsdaglega og rennur raunar saman við siðferðiskenndina. Hún er ekki aðeins innra með okkur heldur eflist einnig af ytri aðstæðum, s.s. siðareglum. Þær eru áminning dómgreindarinnar þar sem við gæt- um gleymt okkur, áskorun sem virkjar krafta okkar þar sem við kynnum að slá slöku við. Siðareglur nýtast einnig sköpunargáf- unni og getunni til að gera eitthvað nýtt. Hið sjálfgefna og ófrumlega getur verið grundvöllur nýsköpunar. Stuttar reglur, eins og siðareglur kennara, út- lista ekki sjálfar sig heldur krefjast þess að við íhugum og finnum eigin leiðir til þess að fara eftir þeim. Siðareglur eru eitt af því sem sam- einar kennara sem fagstétt, frekar en launatöflur. Siðareglur leggja til fag- legrar sjálfsmyndar og skapa þannig umræðuvettvang. Fagleg sjálfsmynd kennara samanstendur af mörgum þáttum, s.s. kennaramenntun, sér- menntun, kennslureynslu og sam- eiginlegum kjörum. Eftir því sem fag- mennskan nær meiri þroska verður hún margslungnari og faglegt siðferði er ómissandi hluti þess þroska. Til þess að samræður verði markvissar þarf að koma sér saman um umræðuefnið með einum eða öðrum hætti og siða- reglur eru ein aðferð til þess. Umræðu- efnið er þá gefið og útleggingar þess seinþrotnar; efnið er stöðugt og hægt að snúa aftur og aftur til þess eftir ys og þys dagsins. Siðareglur eru einnig yfirlýsing út á við um sjálfræði kennarastéttarinnar: Hér er þroskuð fagstétt sem setur sér sjálf siðareglur og lýtur ekki siðferðilegri forystu annarra; stétt sem sýnir dóm- greind í sínu fagi en tekur ekki einungis við skipunum. Siðareglur eru yfirlýsing um að kennarar séu ekki aðeins að framfleyta sér með kennslu heldur beri þeir ábyrgð á starfi sínu og geri tilkall til að taka þátt í mótun þess. Þó siðareglur séu ekki nauðsynlegur hluti af fagmennsku geta þær verið það nytsamlegur stuðningur við siðferðis- kenndina að nægjanleg ástæða sé til þess að hafa þær. Faglegur metnaður ætti að hvetja okkur til að íhuga hverjar skyldur okkar séu og viðurkenna hvernig við í raun lútum siðareglum. Texti og mynd: Ægir Karl Ægisson. Siðareglur - nytsamlegur stuðningur við siðferðiskenndina. Ægir KarL ÆgiSSON. Höfundur er formaður siðaráðs KÍ, áfangastjóri og kennari við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.