Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 10

Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 10
8 Skólavarðan 2. tbl 2013 LiF303 - MaT KeNNara Á HLUT grUNNþÁTTaNNa: Heilbrigði og velferð, læsi og sjálfbærni voru mest áberandi grunnþættirnir sem kemur ekki á óvart þar sem um áfanga í náttúrufræði er að ræða og mörg af viðfangsefnum nemenda sner- ust um lífeðlisfræði og umhverfismál. Lýðræði og mannréttindi var minnst áberandi þátturinn og kom helst fram í samvinnu nemenda. Nemendur töldu þó þennan þátt stærri en kennararnir. Kennarar og nemendur voru þannig ekki alveg samstiga í matinu og auk þess kom fram að nemendur töldu grunnþáttinn sköpun koma meira við sögu en kennararnir. Niðurstaða sýnir fram á mikilvægi þess að fá fram mat allra sem hlut eiga að máli, en sýn nemenda og kennara hlýtur að mótast af ólíkri aðkomu að námi og kennslu. Heildarniðurstaðan var samt sú að allir grunnþættirnir birtust í áfanganum, en í mismiklum mæli. HVerJU Á að BreyTa Og HVerNig? Breytingar í menntamálum hafa tvær aðalhliðar, þ.e. Hvaða breytingar á að framkvæma? og Hvernig á fram- kvæmd að fara fram? Þessar spurn- ingar kalla eftir innleiðingu á nýju eða endurskoðuðu námsefni og einnig þarf að taka með í reikninginn nýjar kennsluaðferðir eða tækni. Síðast en ekki síst er nauðsynlegt að breyta við- horfum þeirra sem að þróunarstarfinu koma (Fullan, M., 2007). Breytingarnar sem á að gera koma fram í aðalnám- skrám leik-, grunn-, og framhaldsskóla. Hlutverk skólanna er síðan að útfæra áherslur og sjá um framkvæmd. Til að slíkt takist sem best er nauðsynlegt að mynda öflugt og lifandi lærdóms- samfélag innan skólanna sjálfra. Eftir að hafa metið áfangann LIF303 bæði með tilliti til hæfniviðmiða og grunn- þátta menntunar, er mér jafnframt ljós sú brýna nauðsyn sem er á að skóla- starf og matsferli gangi í takt og þróist samhliða. Má í því samhengi nefna að næsta skref í dæminu sem tekið er hér um innleiðingu og mat (á áfanganum LIF303) er að meta hvort og þá að hve miklu leyti áfanginn gæti talist til fjórða hæfniþreps, en það þrep skarast við nám í háskóla. Á öllum skólastigum er verið að inn- leiða nýja aðalnámskrá, en að sjálf- sögðu snýst þetta um sömu nem- endurna sem flytjast frá einu skólastigi yfir á annað þar sem hæfniþrep skóla- stiganna skarast eins og fram kemur hér að framan. Ef til vill er þörf á rann- sóknarstofnun í menntavísindum sem gæti haft frumkvæði í heildstæðu þróunarstarfi sem tæki mið af öllum skólastigum. Til að slíkt starf skili sér til skólakerfisins er auk þess mjög mikil- vægt að efla lærdómssamfélög innan skólanna sjálfra. Greinin er byggð á fyrirlestri sem undirrituð hélt á málþingi um nátt- úrufræðimenntun í landinu sem haldið var í húsnæði Menntavísinda- sviðs HÍ í júní 2013. Texti og myndir: Margrét Auðunsdóttir, B.Sc. í líffræði, viðbótardiplóma í upp- eldis og menntunarfræði með áherslu á stjórnun menntastofnana, kennari og verkefnastjóri í Verzlunarskóla Ís- lands. Heimildir: Fitzpatrick, J. L.Sanders, J. R., Worthen, B. R., (2012). Program evaluation: Al- ternative approaches and practical guidelines. Harlow, England: Pearson. Fullan, M. (2007). The new meaning of educa- tional change (4. útgáfa). New York: Teachers College Press. Mennta- og menningarmálaráðu- neytið. (2011) Aðalnámskrá framhalds- skóla. Almennur hluti. Sótt 10. ágúst 2013 af http://www.menntamalaraduneyti. is/utgefid-efni/namskrar/nr/3954 Ráðstefna undirbúin, veggspjöld hengd upp. líffræðilí ræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.