Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 45

Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 45
Skólavarðan 2. tbl 2013 43 viðtal með sér aukin tækifæri. Kennara- starfið er sífellt að verða flóknara og viðfangsefnin eru margslungin. Það er því nauðsynlegt að námið sé í sífelldri endurskoðun. Með lengingunni gefst tækifæri til að fara dýpra í fræðilega þætti og leggja áherslu á markviss- ari tengsl við vettvang og skólastarf. Í meistaranáminu fer fram meiri sérhæf- ing og kennaranemar þjálfast í að lesa rannsóknir á gagnrýninn hátt og fá tækifæri til að taka þátt í rannsóknum. Oft fylgja þó erfiðir tímar í kjölfar breytinga eins og lenging námsins er. Nemendum fækkar til að byrja með, en síðan kemst jafnvægi á aftur. Við bjóðum upp á mjög spennandi nám eftir og ég er sannfærð um að þeir kennaranemar sem fara í gengum það munu skila sér sem frábærir fagmenn inn í skólana.“ MiKiLVÆgT að HaLDa Á LOFTi þVÍ SeM VeL er gerT „Kennararastarfið er viðamikið og flók- ið og samfélagið gerir auknar kröfur til kennara. Það er hins vegar áhyggjuefni að kröfur og ábyrgð hafa ekki haldist í hendur við virðingu og laun kennara. Þar þarf að verða breyting á. Sam- félagið í heild þarf að taka höndum saman um að hefja þetta starf til vegs og virðingar, börnum þessa lands til hagsbóta. Þar þurfum við sem stönd- um að kennaramenntun í landinu að vera í fararbroddi í samvinnu við Kenn- arasambandið, ríki og sveitarfélög. Við þurfum að vera vakandi og halda á lofti því sem vel er gert í skólum landsins.“ NiðUrSTÖðUr raNNSóKNa LeiðaNDi Í STeFNUMóTUN Auk langrar kennslureynslu hefur Jó- hanna verið afkastamikill fræðimaður og rannsakandi, stýrt stórum rann- sóknarverkefnum í skólum landsins og tekið þátt í viðamiklu erlendu rann- sóknarsamstarfi. Hún leggur mikla áherslu á þýðingu rannsókna fyrir menntakerfið. „Niðurstöður þessara rannsókna skipta máli í menntapólitík- inni. Með því að rannsaka okkar eigin veruleika getum við bætt skólastarfið og haft áhrif á stefnumótun.“ Nú færist í aukana að kennarar geri starfendarannsóknir. Þær felast í því að sérhæfður starfsmaður rannsakar eigin vinnu með vísindalegum aðferðum. Tilgangurinn er að breyta og bæta sig og vinnuaðferðir sínar. Afurðin er skýrsla sem aðrir geta líka notið góðs af. „Ég hef fulla trú á að það sé góð aðferð að vinna rannsóknir í samstarfi við kennara. Þær starfendarannsóknir sem ég hef komið að á undanförnum árum hafa verið samstarfsrannsóknir kennara á vettvangi og háskóla. Ég tel það vera ákjósanlega leið. Oft er erfitt fyrir kennara að vinna að rannsóknum meðfram kennslu þar sem skráningin er svo fyrirferðarmikil og lítið svigrúm fyrir hana í daglegu starfi. Þess vegna er samstarfið við rannsakendurna í Há- skólanum svo mikilvægt og gerir vinn- una markvissari. Fyrir háskólann og kennaranema eru starfendarannsóknir gríðarlega mikilvægar, ekki síður en fyrir skólana og kennarana sem taka þátt. Kennaraneminn verður hluti af rannsókninni og fær dýrmæta reynslu til að taka með sér út í starfið. Með þessu móti verður til suðupottur sem allir hafa ávinning af.“ SÍMeNNTUN KeNNara er aFar MiKiLVÆg Jóhanna leggur þunga áherslu á að sí- menntun kennara sé gríðarlega mikil- væg. „Ég vil leggja mikla áherslu á að við erum ekki að mennta kennara í eitt skipti fyrir öll. Lok formlega námsins eru í raun og veru nýtt upphaf. Símenntun er mikilvægur hluti af starfsvettvangi kennara og starfsþróun þeirra er mjög mikilvæg fyrir gæði skólastarfs. Hér áður var fjöldi símenntunarnámskeiða fyrir grunnskólakennara í boði á sumr- in og á þau streymdu kennarar víðs vegar að af landinu. Ég man að maður hlakkaði til að hitta kollegana, skiptast á skoðunum og deila reynslu. Ég vil gjarnan leggja mitt af mörkum til að stuðla að auknu framboði á fjölbreyttri starfsþróun fyrir kennara í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Auk sérstakra sí- menntunarnámskeiða þurfa kennarar Við lok formlegs náms verður nýtt upphaf Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasviðs HÍ. viðtal Viðtal við Dr. Jóhönnu einarsdóttur, nýjan forseta Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.