Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 20

Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 20
18 Skólavarðan 2. tbl 2013 Mér leiðist, ég er útundan og kennarinn sér mig ekki skrópskróp Skrópasýki er vond veiki sem hrjáir suma nemendur og sögur af skróp- urum eru engin nýlunda. Stundum er skrópið dulbúið sem höfuðverkur eða magapest, en oft sleppir sá skrópasjúki því án skýringa að koma í skólann eða einstaka kennslustund. Skrópið er dýr- keypt því nemandinn missir ekki bara af kennslu. Hann missir líka sambandið við hópinn sinn, fagið og flæðið sem þar er komið í gang. En hvers vegna skrópa nemendur og skyldi vera hægt að bregðast við skrópi og koma í veg fyrir það? Anne-Sofie Strand, sænskur grunn- skólakennari, rannsakaði skróp nem- enda og skrifaði doktorsritgerð um það. Hún tók meðal annars viðtöl við níutíu krakka úr níunda bekk sem höfðu allir þrjátíu prósenta óútskýrða fjarveru í kladdanum. Helmingur þeirra hafði byrjað skrópið í áttunda bekk, en þegar betur var að gáð og skólasaga þeirra rannsökuð kom í ljós að los var komið á ástundun þeirra þegar í þriðja bekk. Anne-Sofie komst að því að það eru einkum fjórar ástæður fyrir því að nem- endur sniðganga skólann og skrópa: Þeir sjá ekki tilgang með náminu, þeir eru lagðir í einelti, þá skortir athygli og stuðning kennara eða þeim finnst félagarnir skilja sig út undan. Börn í neðstu bekkjum grunnskóla sem oft kvarta undan magaverk eða höfuðverk eru líklegri en önnur til að skrópa í skól- anum þegar þau verða eldri. Oft er ástæðan fyrir skrópi í efstu bekkjum grunnskólans einfaldlega sú að nemendur eru að prófa hversu langt þeir komist og hvort þeim séu sett mörk. Nokkrir skólar í Svíþjóð hafa gripið til þess ráðs að senda foreldrum skrópara smáskilaboð. Við það hefur skrópið dregist saman um helming. Með þessu móti sýnir skólinn aðhald og forráðamenn nemenda fá mikil- vægar upplýsingar. Ekki eru allir á eitt sáttir um hvernig best sé að ná skrópurum aftur inn í skólana en rannsóknir hafa sýnt að andrúms- loftið í skólastofunni skipti sköpum og samskipti kennara við nemendur séu grundvallarþáttur, einkum gagnvart þeim nemendum sem standa höllum fæti félagslega. Byggt á greinum í Skolvärlden 6. tbl. 2013. Texti: Guðlaug Guðmundsdóttir. Mynd: Ingi Jensson. það eru einkum fjórar ástæður fyrir því að nemendur sniðganga skólann og skrópa: þeir sjá ekki tilgang með náminu, þeir eru lagðir í einelti, þá skortir athygli og stuðning kennara eða þeim finnst félagarnir skilja sig út undan. Ástæður skrópasýki eru margar og mismunandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.