Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 38

Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 38
36 Skólavarðan 2. tbl 2013 viðtalviðtal Því hefur verið fleygt að þetta sé kennsluaðferð 21. aldar þar sem tæknin gegnir lykilhlutverki við hlið vel menntaðs kennara. Hvort eitthvað sé til í því á tíminn eftir að leiða í ljós en víst er að vendikennsla er skemmtileg viðbót í litróf kennsluaðferðanna og íslenskum kennurum sem hafa reynt hana fer fjölgandi. KaHN acaDeMy, óKeyp- iS MeNNTUN Fyrir aLLa, aLLS STaðar Salman Khan er Bandaríkjamaður, fæddur 1976, sem starfaði áður við að greina vogunarsjóði. Hann er stofn- andi Kahn Academy, vefseturs þús- unda kennslumyndskeiða sem millj- ónir manna um allan heim nota dag hvern. Kahn Academy er menntunar- vefur fyrir alla, alls staðar og þeim að kostnaðarlausu. Ævintýrið hófst árið 2004 þegar frænka Salmans í 7. bekk átti í basli með stærðfræði. Salman vildi hjálpa til og fékk þá hugmynd að búa til stutt myndskeið fyrir hana þar sem hann útskýrði stærðfræðiatriði og setti þau á YouTube, til að geyma þau einhvers staðar. Hann hefur nú sett á netið kennslumyndbönd um stærð- fræði, eðlisfræði, líffræði, stjörnufræði, sögu og læknisfræði. Ekki leið á löngu áður en athugasemdir fóru að berast frá fólki héðan og þaðan sem þakkaði honum fyrir efnið og sagðist hafa haft mikið gagn og gaman af því, þeirra á meðal Bill Gates. Foreldrar barna með námsörðugleika fundu þarna góðar lausnir og boltinn fór að rúlla. Tekið skal fram að Salman er hámenntaður auk þess að hafa einstakan hæfileika til að sundurgreina og útskýra flóknustu hluti þannig að þeir liggi ljóst fyrir; með öðrum orðum afburðakennari. Núorðið situr Salman ekki lengur einn í kompu heima hjá sér og framleiðir efni. Hann nýtur styrkja úr digrum sjóðum Bill Gates og hefur með sér teymi sér- fræðinga sem eru í óðaönn að búa til hugbúnað sem á að umsnúa stærð- fræðikennslu í Bandaríkjunum. HÆFiLegUr SKaMMTUr TiL að HaLDa aTHygLi Salman sést aldrei sjálfur í myndskeið- unum sínum. Skýringuna segir hann vera að þá sé hætta á að athygli áhorf- enda fari frá efninu. Hann notar rafrænt teikniborð, handskrifar útskýringarnar, notar liti markvisst og talar með. Tal hans er skýrt, skorinort og blæbrigða- ríkt. Myndböndin eru um það bil kort- ers löng og eitt atriði er tekið fyrir í einu sem er hæfilegur skammtur til að halda athygli meðalmanns. Aðalkostur aðferðarinnar er að nemendurnir geta horft á myndskeiðin eins oft og þeir þurfa til að skilja viðkomandi atriði og þau eru aðgengileg hvar og hvenær sem er. Ef þeir skilja alls ekki leita þeir til kennara síns í skólanum. KeNNarar aLLTaF Í LyKiLHLUTVerKi Salman var spurður að því hvort nú væri endanlega búið að gera kennara óþarfa. Hann svaraði að bragði að því væri þveröfugt farið. Hlutverk kennar- ans er algert lykilhlutverk en starfið í kennslustofunni snýst nú um að greiða götu nemendanna á þeirra eigin for- sendum. Ekki er gert ráð fyrir því að all- ir séu á sama stað í náminu á hverjum tíma en Salman og félagar hafa þegar hannað stjórnborð í tölvu sem gerir kennurum kleift að fylgjast með hvar hver og einn nemandi er staddur. Ein- falt litakerfi sýnir hvaða nemendur eru á réttu róli, hverjir eru komnir lengra og hverjir eru strandaðir. Kennarinn getur því einbeitt sér að síðastnefnda hópnum. Salman Khan að venda sinni kennslu í kross Vendikennsla eða spegluð kennsla er íslenska heitið á því sem kallast á ensku flipped  classroom eða inverted classroom, og felst í því að snúa hefðbundinni kennslu við. Í stað þess að kennari haldi fyrirlestra í tímum og sendi nemendur heim með verkefni eru nemendur sendir heim með fyrirmæli um að horfa á kennslumyndbönd á netinu en kennslustundirnar eru nýttar í verkefnavinnu og kennarinn aðstoðar eftir þörfum. Salman Khan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.