Skólavarðan - 01.11.2013, Page 22

Skólavarðan - 01.11.2013, Page 22
20 Skólavarðan 2. tbl 2013 kjaramálkjara ál „Afsakið, er ég að trufla þig?“ spyr félagsmaður hinum megin á línunni. „Nei, alls ekki, ég er hér fyrir þig,“ svara ég, vön því að vera spurð þessarar spurningar sem er kveikjan að þessum pistli. Starfsfólk KÍ er við símann og tölv- una til að bregðast við fyrirspurnum og erindum frá ykkur, það er okkar starf. Ætti það ekki einmitt að vera sjálfsagt mál að hafa samband við stéttarfélagið sitt þegar á þarf að halda? Hvað erum við að gera hér í Kennara- húsi? Verkefni okkar eru mjög mis- munandi, en við erum hér fyrir ykkur, meðal annars til þess að svara fyrir- spurnum um allt milli himins og jarðar er við kemur kjara- og réttindamálum, sjóðum og ýmsu öðru. Hér eru nokkrir þjónustufulltrúar og fulltrúar sjóða sem svara fyrirspurnum ykkar og við skiptum málaflokkunum á milli okkar. Mitt starf felst meðal annars í að miðla áfram til ykkar túlkun kjarasamninga hvað varðar t.d. veikindarétt, fæð- ingarorlof og lífeyrismál. Ég svara almennum fyrirspurnum um kjara- og réttindamál, kjarasamningum, lög og reglugerðir og vísa í réttan farveg þeim erindum sem þurfa aðkomu formanna aðildarfélaganna eða jafnvel lögfræð- ings KÍ. Margar af fyrirspurnunum eru gegnum síma og tölvupóst en sumir panta viðtal og koma hingað í Kenn- arahúsið, eftir því hvað hentar hverjum og einum. Ykkar er valið. Haustið er annasamur tími hér því þá berast fleiri fyrirspurnir um launa- röðun, vinnutíma og vinnuskýrslur en annars. Stundum þarf að leiðrétta launaröðun og þá þarf jafnvel að skoða launaseðla aftur í tímann og við aðstoðum með það. Já, og fæðingaror- lofið, ekki má gleyma því. Fæðingaror- lofslögin eru sífellt að breytast en helst er leitað til okkar með útreikninga á fæðingarorlofi kennara. Þeir sem hafa farið í fæðingarorlof geta sjálfsagt tekið undir að stundum er flókið að skilja hvernig ávinnsla árslauna kenn- ara og fæðingarorlofsgreiðslur fara saman. Við aðstoðum ykkur með þessa útreikninga svo ekkert komi á óvart við lok fæðingarorlofsins þegar þið komið aftur til starfa. Við hvetjum alla til að hafa samband við okkur og fá aðstoð við þetta. Í starfi mínu hef ég samskipti við launa- greiðendur um allt land, oft fyrir hönd félagsmanna, en einnig leita launa- greiðendur til okkar til dæmis vegna útreikninga á fæðingarorlofi. Slíkt sam- starf er mikilvægt til þess að greiða megi auðveldlega úr þeim málum sem upp kunna að koma. Í undan- tekningartilfellum kemur það fyrir að félagsmenn segja mér að það sé ekki vel séð af vinnuveitendum að hingað sé leitað vegna kjara- og réttindamála. Í okkar huga er ekkert eðlilegra en að félagsmenn leiti fyrst hingað til KÍ og svo til launagreiðanda í framhaldi, ef á þarf að halda. Þannig ætti það líka að vera í hugum allra kennara, sem og vinnuveitenda þeirra. Við erum hér til að standa vörð um ykkar réttindi og það er ágætt að minna sig á að rétt- indi samkvæmt kjarasamningum eru lágmarksréttindi. Við erum hér fyrir ykkur og ég hvet ykkur til að hafa samband ef einhver vafi er í huga ykkar um hvaðeina er við- kemur kjara- og réttindamálum. Ingibjörg Úlfarsdóttir, sérfræðingur í kjara- og réttindamálum. Mynd: Rán Bjargardóttir. afsakið, er ég að trufla? Við erum hér til að standa vörð um ykkar réttindi og það er ágætt að minna sig á að réttindi í kjarasamningi eru lágmarksréttindi. Ingibjörg Úlfarsdóttir.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.