Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 34

Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 34
32 Skólavarðan 2. tbl 2013 viðtalviðtal DiSKUr Með ÖLLUM VerKUNUM Tónleikarnir vöktu verðskuldaða athygli sem leiddi til þess að flytjendurnir fengu það gullna tækifæri að flytja alla dagskrá tónleikanna á Myrkum músíkdögum í Hörpu í vetur sem leið. TÁ er fyrstur tónlistarskóla til að öðlast þann heiður. „Við erum mjög montin af þessu,“ segir Sveinbjörg og brosir breitt. „Þetta var viðburðaríkur vetur og við og nemendurnir erum mjög ánægð með afrakstur- inn. Í vor gáfum við svo út disk með öllum verkunum sem samin hafa verið fyrir skólann okkar.“ LiTLar eiNiNgar BLóMSTra BeTUr Tónlistarskóli Álftaness stendur á tímamótum og segja má að hann sé aftur kominn á byrjunarreit. Hann var stofnaður sem deild í Tónlistarskóla Garðabæjar en varð sjálfstæður skóli árið 1987. Sveinbjörg hóf störf við skól- ann 1984 en tók við skólastjórastöðunni af Gísla heitnum Magnússyni þegar skólinn varð sjálfstæð stofnun. Bæjar- stjórn Garðabæjar notaði tækifærið þegar Sveinbjörg hætti og sameinaði hann aftur gamla móðurskólanum þar sem sveitarfélögin hafa verið sameinuð. „Ég er mjög ósátt við sameininguna,“ segir Sveinbjörg. „Ég held að þetta sé röng stefna. Við starfsfólkið og foreldra- félagið höfum barist á hæl og hnakka fyrir því að halda skólanum. Rök okkar eru þau að útibú geti ekki blómstrað með sama hætti og sjálfstæð stofnun, það missir sérstöðu sína og hlýtur að draga dám af móðurskólanum. Skólinn í Garðabæ er 430 manna skóli meðan okkar skóli er með hundrað nemendur. Litlar einingar blómstra miklu betur, en samstarf hefði auðvitað verið sjálfsagt. En það er erfitt fyrir skólastjóra að hafa tvær stefnur ríkjandi í einum og sama skólanum.“ Sveinbjörg ætlar að njóta þess að gera það sem hugurinn girnist nú þegar hún er hætt störfum sem skólastjóri. Hún hlakkar til að njóta frelsisins og lítur sátt yfir farinn veg. Texti: Guðlaug Guðmundsdóttir. Myndir: Jón Svavarsson. Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir með nemendum úr Tónlistarskóla Álftaness. Við starfsfólkið og foreldrafélagið höfum barist á hæl og hnakka fyrir því að halda skólanum. rök okkar eru þau að útibú geti ekki blómstrað með sama hætti og sjálfstæð stofnun, það missir sérstöðu sína og hlýtur að draga dám af móðurskólanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.