Skólavarðan - 01.11.2013, Side 50

Skólavarðan - 01.11.2013, Side 50
48 Skólavarðan 2. tbl 2013 nýjungýjung Bryndís Guðmundsdóttir talmeina- fræðingur hefur þróað íslenskt kennslu- efni fyrir börn, Lærum og leikum með hljóðin þar sem hún nýtir reynslu sína í starfi með börnum. Lærum og leikum með hljóðin samanstendur af bókum, spilum, myndbandsefni, spila- hljóðamottum, límmiðum og fleiru til að læra framburð og orðaforða og efla hljóðkerfisvitund. Efnið er þegar notað í leik- og grunnskólum víða um land. Lærum og leikum með hljóðin er ætlað barnafjölskyldum og fagfólki sem vilja veita börnum forskot í hljóð- myndun og undirbúa þau fyrir lestur. Það er einnig tilvalið fyrir fjölskyldur af erlendum uppruna til að æfa og læra íslensku hljóðin. rÖð HLJóða eiNS Og Í MÁLTÖKUNNi Uppbygging Lærum og leikum með hljóðin tekur mið af því í hvaða röð ís- lensk börn tileinka sér talhljóðin í mál- tökunni og því hvernig auðveldast er að kenna þau. Hægt er að byrja skipu- lega á auðveldum hljóðum sem koma fyrir hjá mjög ungum börnum og halda áfram yfir í þau hljóð sem erfiðara er að segja. Þá má velja það hljóð sem æfa þarf sérstaklega án þess að fylgja röðinni með því að velja táknmynd með vísan í hvert hljóð. „Mmm…segir strákurinn sem fékk ís, Ff…fh… heyrist í reiðu kisunni,“ svo dæmi séu tekin. TÆKNiN NÝTT Í HLJóðaLeiKNUM Það er mikilvægt að fylgjast vel með tækninni í útgáfu á efni fyrir börn. Rannsóknir á fámennum málsam- félögum, eins og þeim sem tala ís- lensku, sýna að þau tungumál eiga undir högg að sækja í rafrænum heimi. Bryndís afréð því að víkka útgáfuna og hefur unnið nýtt íslenskt smáforrit fyrir iPad sem byggir á sömu aðferðafræði og allt hennar námsefni. Börnin læra þannig hljóð íslensku bókstafanna og fingrastafrófið um leið og lestrarferlið er undirbúið. Í smáforritinu má taka upp og hlusta á hvernig barnið segir orðin. Hægt er að skrá nafn, aldur og kyn þess sem æfir og vista hversu langt barnið er komið í hljóðunum. Þannig er hægt að fylgjast með því hvernig barninu miðar í hljóðanáminu og æfa jafnvel betur þau hljóð sem barnið náði ekki góðum tökum á. Þá má skrá athugasemdir jafnóðum og senda í netpósti. Búi Kristjánsson og Halla Sólveig Þor- geirsdóttir teiknuðu líflegar myndir sem höfða til barna á öllum aldri en Felix Bergsson og Védís Hervör Árna- dóttir ljá þeim Mána og Maju raddir sínar. KiDS SOUND LaB - KeNNir eNSKU MÁLHLJóðiN Bryndís gefur einnig út smáforritið Kids Sound Lab, með sömu aðferðafræði. Hljóðin eru sett upp í sömu röð og enskumælandi börn tileinka sér hljóð- in í máltökunni og hægt er að fylgja þeirri röð eða velja sjálfur hvaða hljóð er æft hverju sinni. Ráðgefandi að- ilar eru bandarískir fræðimenn á þessu sviði: Barbara Hodson og Katherine Abbott Verdolini en þær eru leiðandi sérfræðingar í heiminum á sviði hljóð- kerfisvitundar og raddarinnar. Bryndís Guðmundsdóttir er talmeina- fræðingur hjá Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar og Talþjálfun Reykja- víkur. Lærum og leikum með hljóðin - Námsefni í framburði, orðaforða og hljóðkerfisvitund Máni og Maja eru aðalpersónur í nýja smáforritinu.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.