Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 19
Skólavarðan 2. tbl 2013 17
ferðalögferð lög
Formaður FSL
Á Ferð Og FLUgi
Félag stjórnenda leikskóla var stofnað
árið 2010. Frá upphafi hefur verið lögð
áhersla á að félagsmenn séu félagið
og þátttaka og virkni hvers og eins
skipti öllu máli. Hlutverk þeirra sem
eru kjörnir til trúnaðarstarfa er að vera
þjónandi forysta fyrir heildina.
Á samráðsfundi á vordögum 2013 var
ákveðið að formaður og/eða fulltrúar
stjórnar skyldu leggja land undir fót og
heimsækja leikskóla á landsbyggðinni.
Ákveðið var að leggja áherslu á að
hitta félagsmenn sem þurfa að fara um
langan veg til þess að taka þátt í starfi,
og þá leikskóla sem ekki hafa verið
heimsóttir áður. Tuttugu og fjórir leik-
skólar á Akranesi, Austfjörðum, Reykja-
nesi og í Borgarbyggð fengu formann
sinn í heimsókn í sumar og frekari
heimsóknir um landið eru í bígerð með
hækkandi sól.
SVONa gerUM Við
Ferðalögin hafa reynst gefandi og
fróðleg fyrir gesti og gestgjafa. Til þess
að leyfa FSL félögum að fylgjast með
hefur ferðasagan verið sögð í stuttu
máli í félagsbréfum og keðjuskrifum
hefur verið hrundið af stað undir
vinnuheitinu Svona gerum við. Félags-
konur í Þorlákshöfn og Vopnafirði riðu
á vaðið og skrifuðu greinar sem birtar
eru á vef FSL og lýstu því hvernig leik-
skólarnir þeirra og sveitarfélögin hafa
tekið höndum saman um það að fjölga
leikskólakennurum með áhrifaríkum
hætti.
póLiTÍSKUr MeTNaðUr
OpNar Fyrir TÆKiFÆri
Íslenskir leikskólar byggjast á sam-
eiginlegri sýn leikskólakennara um það
hvernig leikskólastarf er best. Stéttin
er aðeins einnar kynslóðar gömul og
sömu kennarar hafa jafnvel kennt flest-
um þeim sem nú starfa. Lög um leik-
skóla og aðalnámskrá ná til allra leik-
skóla og langflestir leikskólakennarar
eru félagar í FL og FSL. Því mætti ætla
að leikskólar landsins væru einsleitir en
það er öðru nær.
Fjölbreytnin í umhverfi og þjónustu
er mjög mikil. Munur er á pólitískum
metnaði fyrir innra starfi leikskól-
anna milli sveitarfélaga, sem veitir
mismunandi svigrúm til verka.
LÆrDóMSSaMFÉLag
LeiKSKóLaNS eFLiST
Ánægjulegt er að heimsækja sveitar-
félög sem hafa metnað til að styrkja sitt
fólk til þess að mennta sig í leikskóla-
kennarafræðum og það er magnað að
heyra hvað fólk leggur á sig til að læra
með vinnu. Suður með sjó hittum við
leikskólastjóra sem byrjaði sem ófag-
lærður starfsmaður í leikskólanum fyrir
16 árum og hefur síðan samþætt starf
og nám og unnið sig upp innan leik-
skólans þrep fyrir þrep og er nú í seinni
hluta meistaranámsins. Það er frábært
að sjá að það er raunhæfur möguleiki
að samþætta starf og nám og afla sér
menntunar með stuðningi rekstrar-
aðila. Lærdómssamfélag leikskólans
eflist og þar af leiðir að samfélagið allt
nýtur góðs af.
HJarTa BÆJariNS
eða HOrNreKa
Fjölbreytileikinn í umhverfi leik-
skólanna er líka mikill, allt frá litlum
sveitabæ í brekku þar sem bú barnanna
er í moldarbarðinu fyrir ofan bæinn
og að skólahúsnæði í litlum firði sem
myndi sóma sér í hvaða stórborg sem
er. Sums staðar er leikskólinn hjarta
samfélagsins en því miður er hann á
einstaka stað hornreka.
Skemmtilegast af öllu er þó að upplifa
á hverjum stað metnaðinn og stoltið
fyrir leikskólastarfi óháð staðháttum
og aðbúnaði, en starfsgleðin er eðli-
lega mest þar sem stjórnendur njóta
skilnings og virðingar yfirmanna sinna
og samfélagsins.
Texti: Ingibjörg Kristleifsdóttir,
formaður Félags stjórnenda leikskóla.
það er frábært að sjá að það er raunhæfur möguleiki
að samþætta starf og nám og afla sér menntunar
með stuðningi rekstraraðila. Lærdómssamfélag
leikskólans eflist og þar af leiðir að samfélagið
allt nýtur góðs af.
Ingibjörg Kristleifsdóttir,
formaður FSL.