Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 33

Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 33
Skólavarðan 2. tbl 2013 31 viðtalviðtal með söngvurum hjá Dalton Baldwin. Sveinbjörg kynnti sér hópkennslu á píanó við The New Music School þar sem eingöngu er kennt á píanó. Einnig héldu þau hjón tónleika í New York og Boston í þessari ferð. aUFúSUgeSTir Á HraFNiSTU Það var lífleg og fjölbreytt starfsemi í Tónlistarskóla Álftaness undir stjórn Sveinbjargar og lagði hún áherslu á að hafa fjölbreytt úrval hljóðfæra. Kennt var á strengja- og blásturshljóðfæri en píanó og gítar voru vinsælust. Í skól- anum var mikið um samspil nemenda og eina viku á ári var samspilsvika þar sem einkatímar voru lagðir niður. Allir nemendur hittust þá í hópum, stórum og smáum, og spiluðu saman. Vikunni lauk síðan með tónleikum þar sem hóparnir komu fram. Tónsmíðakeppni eða -hátíð þar sem nemendur sömdu sín eigin verk með aðstoð kennara og jafnvel tónskálds var hefð við skólann. Verkin voru síðan flutt á sérstökum tón- leikum. Skólinn hefur farið í tónleika- ferðalög á hverju ári; heimsótt stofn- anir fyrir eldri borgara, Barnaspítalann og Kópavogshæli svo dæmi séu tekin. Heimsókn á Hrafnistu á vorin var árviss og krakkarnir úr tónlistarskólanum voru miklir aufúsugestir þar. Hópur tónlistarnemenda frá Perth í Skotlandi, þar sem gamall nemandi Sveinbjargar er yfirkennari, kom í heim- sókn á Álftanesið árið 2005. Sveinbjörg, kennarar og nemendurnir tóku á móti þeim og gistu skosku krakkarnir heima hjá nemendum skólans. Skotarnir endurguldu heimboðið ári síðar og fór Sveinbjörg ásamt nokkrum kennurum með hópinn sinn til Perth. Hún minnist ferðarinnar sem eins af hápunktunum á skólastjóraferli sínum. TóNLiSTarSKóLiNN Og SaMFÉLagið Foreldrafélag TÁ hefur til margra ára verið mjög virkt og kom að starfsemi skólans á margan hátt. Það lagði sitt af mörkum við svokallaða kaffihúsa- tónleika sem voru mjög vinsælir. Sveinbjörg segir að það sé alltaf dá- lítið vandamál að fá fólk til að sitja undir löngum nemendatónleikum og stundum sé það jafnvel svo að fólk yfirgefi tónleikana þegar barnið þess hefur lokið við að koma fram. „Þetta eru auðvitað engir mannasiðir,“ segir Sveinbjörg. „Þótt ég hafi verið rosa- lega ströng og reynt að ala fólk upp við betri siði þá skil ég að það getur verið krefjandi að sitja lengi og hlusta á nemendur spila. Því fundum við upp á kaffihúsatónleikunum. Þá röðuðum við borðum upp eins og á kaffihúsi og foreldrafélagið sá um kaffiveitingar. Tónleikagestir hlýddu síðan á tónleika í tuttugu mínútur, sem er mjög hæfileg lengd, síðan kom tíu mínútna hlé og þá gafst kostur á að fá sér kaffi og með- læti. Síðan stigu aðrir hljóðfæraleikarar á svið með nýjum áheyrendum en þeir sem vildu sátu áfram. Flestir tónleikar starfsársins voru með þessu sniði og mæltist það mjög vel fyrir.“ TóNLiSTarSKóLi ÁLFTa- NeSS Og TóNSKÁLDiN Ein er sú auðlind sem Álftnesingar eiga en það er fríður flokkur tónskálda sem skólinn átti í gjöfulu samstarfi við. Frá því skólinn varð sjálfstæður hefur á fimm ára fresti verið pantað verk frá tónskáldi sem búsett er á Álftanesi, og verkið flutt á afmælistónleikum. Tón- skáldin tóku því alltaf fagnandi þegar þau voru beðin um að semja verk fyrir skólann. Í fyrra, þegar skólinn fagnaði tuttugu og fimm ára afmæli sínu, átti hann í fórum sínum fjögur verk en Sveinbjörg pantaði til viðbótar fjögur ný, eitt eftir hvert tónskáld og voru þau flutt á stórafmælistónleikunum sem haldnir voru í Víðistaðakirkju. Tón- smíðar nemenda skólans voru fluttar við sama tækifæri og gestum svo boðið upp á afmælistertu að tónleik- um loknum. Sveinbjörg er stolt á svip þegar hún segir að á þessum tónleik- um hafi einungis verið frumflutningur verka sem sérstaklega voru samin fyrir skólann. Hún tekur fram að skólinn hafi ætíð notið styrkja frá sveitarfélaginu til að greiða tónskáldunum fyrir verkin. „Það er gott dæmi, og ekki það eina, um að sveitarstjórnin á Álftanesi studdi dyggilega við starfsemi skólans,“ segir Sveinbjörg. Tónskáldasjóður Ríkis- útvarpsins veitti Sveinbjörgu einnig myndarlegan styrk vegna verkefnisins. Það var lífleg og fjölbreytt starfsemi í Tónlistarskóla Álftaness.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.