Skólavarðan - 01.11.2013, Side 51

Skólavarðan - 01.11.2013, Side 51
Skólavarðan 2. tbl 2013 49 Markmið verkefnisins Fljúgandi teppi er að: • skapa hvetjandi umhverfi þar sem nemendur, foreldrar og starfsfólk af erlendu bergi brotið og Íslendingar hittast og kynnast menningu hver annars, • stuðla að gagnkvæmri virðingu og skilningi, • skapa vettvang þar sem við getum undrast og hrifist af því, sem er líkt og ólíkt í menningu okkar, • hinir ólíku menningarheimar mætist í tónlist, dansi, myndlist, bók- menntum, kvikmyndum, matargerð, ævintýrum og goðsögnum, frása- gnarlist, leiklist, leik og hreyfingu, • einstaklingar verði meðvitaðir um gildi eigin menningar við það að kynna hana fyrir öðrum, • þróa hæfileika barnanna til að geta tekið virkan þátt í samfélaginu og gera sér ljóst að ólík menning geti auðgað þeirra eigin menningu. menningarmótmenningarm t Menningarmótsverkefnið Fljúgandi teppi, sem er þáttur í fjölmenningar- starfi Borgarbókasafns Reykjavíkur, hefur nú flogið milli skóla í Reykjavík í fimm ár. Verkefnið fagnar margbreyti- leika nemenda og skapar vitund um mikilvægi menningarheims hvers og eins; að allir geymi fjársjóð inni í sér sem full ástæða er til að deila með öðrum. Á menningarmótum kynnir hver þátt- takandi sín áhugamál og menningu á skapandi hátt. Þá er ekki endilega verið að hugsa um þjóðarmenningu heldur einungis það sem skiptir mestu máli fyrir hvern og einn. Allir eru þátt- takendur og áhorfendur um leið. Frá árinu 2008 hafa verið haldin 60-70 menningarmót í leik-, grunn- og fram- haldsskólum í Reykjavík, þar af 10 á þessu skólaári. Háteigsskóli er einn þeirra skóla sem ákveðið hafa að gera þátttöku í verk- efninu að föstum lið í skólastarfinu. Þeim skólum fer ört fjölgandi sem halda menningarmót árlega hjá ákveðnum árgangi, og aðrir hafa slík mót á öllum stigum skólans. Myndirnar eru úr Háteigsskóla. Fljúgandi teppi Menningarmót eru fastur liður í starfi Háteigsskóla. Að gefa hlutdeild í áhugamálum sínum. - Menningarmót í Háteigsskóla fimm ára.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.