Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 8
6 Skólavarðan 2. tbl 2013 líffræðilí ræði Hér er fjallað um framkvæmd og niður- stöður við röðun áfanga á hæfniviðmið og tilraun til innleiðingar grunnþátta menntunar samkvæmt Aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011. Einnig er fjallað um mat á fyrrgreindum þáttum í tengslum við þróun nýs áfanga í nátt- úrufræði (LIF303) við Verzlunarskóla Ís- lands. HÆFNiViðMið Og MaT Á þeiM Aðalnámskráin gerir ráð fyrir að náms- áfangar séu tengdir við hæfniþrep. Miðað er við að lágmark 75% viðfangs- efna áfanga falli innan skilgreinds þreps (Mennta- og menningarmála- ráðuneytið, 2011, bls. 67). Hæfni- þrepin eru fjögur og gefa vísbendingu um viðfangsefni og námskröfur. Þau mynda þannig ramma utan um mis- munandi kröfur við námslok. Fyrsta hæfniþrep framhaldsskóla skarast við unglingastig grunnskólans á þann hátt að lýsing þess er jafnframt lýsing á þeirri hæfni sem stefnt er að við lok grunnskóla (bls. 67). Nám í framhalds- innleiðing og mat á nýjum áherslum í menntamálum Hæfniviðmið og grunnþættir menntunar í LiF303. skóla er á fyrsta til þriðja hæfniþrepi. Í Aðalnámskránni kemur fram að: „eftir námslok á þriðja þrepi eiga nemendur að geta unnið sjálfstætt, borið ábyrgð á skipulagi og úrlausn verkefna og geta metið eigin störf“ (bls.42). Fljótlega eftir að Aðalnámskráin kom út var áfanginn LIF303, sem hér er fjallað um, skilgreindur á þriðja hæfni- þrepi. Þegar búið er að raða áföngum niður í ramma þrepaskiptingarinnar er mikilvægt að meta hvort þeir standi í raun undir þeirri skilgreiningu. Því framkvæmdi ég mat á áfanganum strax á fyrstu önninni sem hann var kenndur og notaði ég við það aðferða- fræði matsfræða, sem of langt mál er að fara út í hér. Í stuttu máli var um að ræða innra sjálfsmat sem auk þess var þátttakenda- og leiðsagnamiðað og var þannig leiðbeinandi við áframhald- andi þróun áfangans (Fitzpatrick J.L. et. al., 2012). Ég skoðaði niðurstöður með hliðsjón af hæfniviðmiðum áfangans og hann uppfyllti þau skilyrði sem þarf til að teljast til þriðja hæfniþreps. Auk þessa kom ýmislegt í ljós sem gagn- aðist síðan við áframhaldandi þróun áfangans. Svör nemenda voru að sjálfsögðu nafnlaus og hér eru nokkur dæmi: • „Fræðumst um það sem við vilj- um og höfum áhuga á. Áhuga- vert efni og gott að geta unnið þetta svolítið meira sjálfstætt en áður. gott að gera heimilda- ritgerð og læra það svo maður komi ekki af fjöllum seinna meir“. •   „Góður  undirbúningur  fyrir  framhaldsnám. Á heildina litið bara mjög skemmtilegt og fræðandi sem er góð blanda“. •   „Gefur  manni  ákveðna  hug- mynd fyrir verkefnavinnu í há- skóla“. Margrét Auðunsdóttir. Sýnataka í nágrenni skólans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.