Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 52

Skólavarðan - 01.11.2013, Blaðsíða 52
50 Skólavarðan 2. tbl 2013 Markmiðin með verkefninu Leikur er barna yndi á leikskólanum Ásgarði voru að auka gæði frjálsa leiksins sem í daglegu tali innan skólans er nefndur „flæði“, nýta betur húsnæði og efnivið skólans og dýpka þekkingu og færni starfsfólks til að vinna í anda hug- myndafræði Mihaly Csikszentmihalyi. Samkvæmt kenningum hans er flæði þær stundir sem við njótum okkar best (Csikszentmihalyi, 1997). Með því að nýta betur húsnæði og leikefnivið og gefa flæði aukið vægi í dagskipulagningu var stefnt að því að nemendur upplifðu meiri leikgleði, sýndu aukið frumkvæði, virkni og einbeitingu og öðluðust frekari færni í samskiptum, samvinnu og hjálpsemi. Með því að auka þekkingu starfsfólks- ins á fræðunum átti það að upplifa meiri starfsánægju og verða öruggara og þar af leiðandi betur í stakk búið að gefa af sér í leik og starfi. Til að kanna viðhorf foreldra og starfs- fólks til þeirra breytinga sem voru gerðar lögðum við, leikskólakennar- arnir, spurningalista fyrir við upphaf og lok verkefnis. Notast var við Likert- kvarða og þegar niðurstöður úr spurn- ingalistum voru skoðaðar kom í ljós að langflestir voru mjög ánægðir með breytingarnar. Fylgst var með leik nemenda og þátt- töku og líðan starfsfólks í flæði. Hjá nemendum var fylgst með hvort leik- gleði, virkni, frumkvæði, einbeiting, samvinna og hjálpsemi væru til staðar og hjá starfsfólki var fylgst með öryggi þess, vellíðan og þátttöku í leik nem- enda. Skráð var á þar til gerð eyðublöð. Þegar niðurstöður skráninga meðal nemenda voru skoðaðar kom í ljós að leikgleði og virkni voru alltaf til staðar þegar skráð var. Frumkvæði nemenda var langoftast til staðar og einbeiting þeirra var oftar en ekki mikil. Samvinna nemenda var góð en þó mismikil á milli deilda, t.d. var hún minni í Lista- garði en í öðrum deildum. Út frá þeim athugasemdum sem skráðar voru má leiða líkum að því að það stjórnist af þeim viðfangsefnum sem þar var feng- ist við. Hjálpsemi nemenda var mikil í flestum deildum, en þó lítil í Sullgarði þar sem nemendur léku sér og gerðu tilraunir með vatn á eigin forsendum og sóttust ekki eftir hjálp frá sam- nemendum. Samskipti nemenda voru í öllum tilfellum góð þegar skráningar áttu sér stað. Niðurstöður skráninga meðal starfs- fólks sýndu að það var almennt mjög öruggt í starfi sínu og vellíðan þess mikil. Þátttaka í leik nemenda var mikil í flestum görðum en í Ævintýragarði, Útgarði og Kubbagarði kom hún þó ekki fram nema í helmingi skráninga. Ástæður sem skráðar voru í athuga- semdir voru að starfsfólk hefði verið að sinna öðrum verkefnum, hafi verið til staðar, fylgst með og aðstoðað eftir þörfum. Niðurstöður skráninganna eru mjög jákvæðar og uppfylla þau mark- mið sem sett voru í upphafi. Vinnan við þróunarverkefnið hefur verið mjög lærdómsrík. Nemendur eru glaðir, þeim líður vel og eru sjálfstæðir og öruggir. Þeir ákveða sjálfir hvað þeir taka sér fyrir hendur og fá næði til að þróa leik sinn áfram. Þeir eru upp- teknir af þeim viðfangsefnum sem þeir fást við og gleyma bæði stund og stað. Starfsfólk Ásgarðs á heiðurinn að því hvað vel hefur tekist til. Það hefur verið með í breytingarferlinu frá upp- hafi og sótt námskeið til að efla sig í starfi. Starfsfólkið er vel meðvitað um hlutverk sitt og hefur með þátttöku sinni og virkni skapað aðstæður þar sem hver og einn nemandi finnur verk- efni við hæfi. Allir eru tilbúnir að leggja allt undir til að vinna í anda Mihaly. Foreldrar eru einnig áhugasamir og jákvæðir gagnvart breytingunum og styðja þær. Þær breytingar sem við höfum gert hafa skilað sér út í samfélagið og tala gestir og gangandi um hvað börnin séu einbeitt og yfirveguð og andrúms- loftið afslappað. Það er mat okkar sem fórum fyrir verkefninu að vel hafi tekist til. Þó svo að verkefninu sé formlega lokið höldum við áfram að þróa starfið í anda Mihaly. Leikur er barna yndi stóð yfir í Ásgarði frá ágúst 2011 til janúar 2013. Sprotasjóður styrkti verkefnið. Lokaskýrsla verkefnisins er á vef leik- skólans. Heimildir: Csikszentmihalyi, M. (1997). Finding Flow, The Psychology of Engagement with Everyday Life. New York; Basic Books. Texti: Sigurbjörg Friðriksdóttir, Elsa Rut Róbertsdóttir og Guðrún Lára Magnúsdóttir. Myndir: Leikskólinn Ásgarður. Flæði er æði Leikur er yndi barna í Leikskólanum Ásgarði á Hvammstanga. Sigurbjörg Friðriksdóttir, Elsa Rut Róberts- dóttir og Guðrún Lára Magnúsdóttir. þróunarverkefnið Leikur er barna yndi í Ásgarði á Hvammstanga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.