Skólavarðan - 01.11.2013, Qupperneq 20
18 Skólavarðan 2. tbl 2013
Mér leiðist,
ég er útundan
og kennarinn
sér mig ekki
skrópskróp
Skrópasýki er vond veiki sem hrjáir
suma nemendur og sögur af skróp-
urum eru engin nýlunda. Stundum er
skrópið dulbúið sem höfuðverkur eða
magapest, en oft sleppir sá skrópasjúki
því án skýringa að koma í skólann eða
einstaka kennslustund. Skrópið er dýr-
keypt því nemandinn missir ekki bara
af kennslu. Hann missir líka sambandið
við hópinn sinn, fagið og flæðið sem
þar er komið í gang. En hvers vegna
skrópa nemendur og skyldi vera hægt
að bregðast við skrópi og koma í veg
fyrir það?
Anne-Sofie Strand, sænskur grunn-
skólakennari, rannsakaði skróp nem-
enda og skrifaði doktorsritgerð um
það. Hún tók meðal annars viðtöl við
níutíu krakka úr níunda bekk sem
höfðu allir þrjátíu prósenta óútskýrða
fjarveru í kladdanum. Helmingur þeirra
hafði byrjað skrópið í áttunda bekk, en
þegar betur var að gáð og skólasaga
þeirra rannsökuð kom í ljós að los var
komið á ástundun þeirra þegar í þriðja
bekk.
Anne-Sofie komst að því að það eru
einkum fjórar ástæður fyrir því að nem-
endur sniðganga skólann og skrópa:
Þeir sjá ekki tilgang með náminu, þeir
eru lagðir í einelti, þá skortir athygli
og stuðning kennara eða þeim finnst
félagarnir skilja sig út undan. Börn í
neðstu bekkjum grunnskóla sem oft
kvarta undan magaverk eða höfuðverk
eru líklegri en önnur til að skrópa í skól-
anum þegar þau verða eldri.
Oft er ástæðan fyrir skrópi í efstu
bekkjum grunnskólans einfaldlega
sú að nemendur eru að prófa hversu
langt þeir komist og hvort þeim séu
sett mörk. Nokkrir skólar í Svíþjóð hafa
gripið til þess ráðs að senda foreldrum
skrópara smáskilaboð. Við það hefur
skrópið dregist saman um helming.
Með þessu móti sýnir skólinn aðhald
og forráðamenn nemenda fá mikil-
vægar upplýsingar.
Ekki eru allir á eitt sáttir um hvernig best
sé að ná skrópurum aftur inn í skólana
en rannsóknir hafa sýnt að andrúms-
loftið í skólastofunni skipti sköpum og
samskipti kennara við nemendur séu
grundvallarþáttur, einkum gagnvart
þeim nemendum sem standa höllum
fæti félagslega.
Byggt á greinum í Skolvärlden 6. tbl.
2013.
Texti: Guðlaug Guðmundsdóttir.
Mynd: Ingi Jensson.
það eru einkum fjórar
ástæður fyrir því að
nemendur sniðganga
skólann og skrópa:
þeir sjá ekki tilgang
með náminu, þeir
eru lagðir í einelti,
þá skortir athygli og
stuðning kennara eða
þeim finnst félagarnir
skilja sig út undan.
Ástæður skrópasýki eru margar og mismunandi.