Skólavarðan - 01.11.2013, Side 11

Skólavarðan - 01.11.2013, Side 11
9SKóLaVarðaN 2. tbl 2013 kjaramálkjara ál Sænska ríkisstjórnin hefur lagt fjár- magn í nýtt framgangskerfi kennara í grunn- og framhaldsskólum og öðrum sambærilegum skólum. Þetta nýja kerfi tók gildi 1. júlí síðastliðinn en út- færsla þess á að vera fullbúin árið 2016. Möguleikarnir sem það opnar kenn- urum eru annars vegar lektorsstöður og hins vegar stöður sem kallast fyrsti- kennari (förstelärare). Framgangurinn hefur í för með sér launahækkanir sem nema um 5000 sænskum krónum á mánuði, um það bil hundrað þúsund íslenskum krónum. Lärarnas Riksförbund kynnti hug- myndina að framgangskerfinu árið 2011 og síðan þá hefur verið unnið að útfærslu þess. Hugmynd LR var sú að kennari sem sækir um að fá viðurkenn- ingu sem fyrstikennari þurfi, auk þess að vera með full kennsluréttindi, að hafa á sinni hendi verkefni eins og fagstjórn, vettvangsnám kennara- nema og leiðsögn nýrra kennara auk hefðbundinnar kennslu. Sá sem sækir um að fá lektorsstöðu skal hafa full kennsluréttindi, doktorsgráðu og fasta stöðu við skóla . Einnig á hann að hafa umsjón með rannsóknum í skólanum eða á vegum hans. Þessar hugmyndir LR urðu grundvöllurinn að framgangs- kerfinu. Það verður hlutverk skólastjórnenda að meta kennara til framgangs. Fjár- magnið sem ríkisstjórnin leggur fram nú í upphafi eru 880 milljónir skr. (um 16 milljarðar íslenskra króna) á ári og nægir það til að 4400 kennarar, eða um tíu prósent starfandi kennara í Svíþjóð, hafi möguleika á framgangi. Líkt og á Íslandi hafa kennarar í Svíþjóð mátt þola kjaraskerðingu umfram aðrar stéttir í sambærilegum störfum. Fram- gangskerfið á að undirstrika mikilvægi kennarastarfsins og sýna viðurkenn- ingu á störfum þeirra sem leggja sig sérstaklega fram í starfi. Nú er málum þannig háttað innan íslenskra skóla að eina leið kennara til framgangs felst í því að hætta kennslu og taka að sér stjórnunarstörf. Byggt á grein í Skolvärlden 6. tbl. 2013. Texti: Guðlaug Guðmundsdóttir. Mynd: Rósa Maggý Grétarsdóttir. Íslenskir kennarar sækja námskeið innanlands sem utan. Kannski mætti líka sækja fyrirmynd að framgangi í starfi til Svíþjóðar. Svíar setja milljarða í framgangskerfi kennara

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.