Skólavarðan


Skólavarðan - 01.12.2015, Side 18

Skólavarðan - 01.12.2015, Side 18
18 DESEMBER 2015 „Mamma er ættuð frá Siglu- firði en pabbi af Snæfellsnesi, kominn af „vondu fólki“ undan jökli. Ég fæddist reyndar í Kaup- mannahöfn en ólst upp skammt frá Borgarnesi, gekk í barnaskóla á Varmalandi og tók landspróf í Borgarnesi. Eftir að menntaskóla- náminu lauk kenndi ég einn vetur í Skagafirði og annan á Suðureyri, réttindalaus auðvitað. Þau kynni mín af starfinu urðu til þess að ég ákvað að fara í Kennaraháskólann og lauk þaðan prófi 1980, með stærðfræði sem sérgrein.“ Sér æ betur hvað Garðaskóli var vel rekinn skóli „Haustið eftir útskrift réði ég mig að Garðaskóla í Garðabæ, en þar var skóla- stjóri þá Gunnlaugur Sigurðsson. Ég hef síðar séð æ betur hvað sá skóli var vel rekinn á allan hátt. Þarna í Garðabænum var ég í tæp 30 ár. Á þessu tímabili tók ég kennsluréttindanám sem veitti réttindi við framhaldsskóla. Maðurinn minn og ég keyptum jörð á Suðurlandi og ég, með framhaldsskólaréttindin, fékk starf á Selfossi, við Fjölbrautaskóla Suðurlands árið 2006 og var þar í þrjú ár.“ Það hefur væntanlega verið mikil breyting, að kenna í framhaldsskóla? „Já, og mér féll sú breyting ekki vel. Við Fjölbrautaskólann starfaði margt mjög gott fólk en stjórnun skólans var afar losaraleg að ekki sé meira sagt. Maður mátti ekki krefjast neins af nemend- um, fékk í kassavís miða frá námsráðgjöfum um að þessi og þessi hefði skerta tímasókn, en maður fékk ekki að vita af hverju. Svo kláraði maður að kenna og fór í Bónus og þá stóð viðkomandi þar og var að vinna. Mín upplifun var svona, þetta væri fjöldafram- leiðsla á meðalnemendum og allt sem hét stjórnun ákvarðaðist af geðþótta.” Nóg komið af Selfossi Eftir þrjú ár við Fjölbrautaskólann á Selfossi gat Kristín ekki hugsað sér að vera þar lengur. Það var komið að tímamótum. „Ég slasaðist og maðurinn minn veiktist. Við höfðum alltaf talað um það ann- að slagið, maðurinn minn og ég, að það væri nú gaman að prófa að búa í Danmörku, en sonur minn bjó hér með sínar þrjár dætur. Við fórum hingað í fermingarveislu barna- barnsins árið 2009 og þegar við komum heim til Íslands sagði ég: „hvenær ætlum við að láta verða af þessari hugmynd, kannski bara þegar við verðum dauð“. „Nei nei,“ sagði hann og sex vikum seinna vorum við svo hér. Fyrsta árið fór nú eiginlega í að átta sig á hlutunum, en hér er margt öðruvísi en heima og ýmislegt spaugilegt sem maður lenti í, svona í upphafi. Fyrsta veturinn fékk ég vinnu í þrjá mánuði í Næstved, í gegnum mann sem ég þekkti. Þarna kynntist ég danska framhaldsskólakerfinu.“ Vildi kenna í menntaskóla „Svo sótti ég um vinnu í mörgum skólum, var að vonast eftir að fá vinnu sem fram- haldsskólakennari, í menntaskóla frekar en blönduðum framhaldsskóla. Ég fór í nokkur viðtöl, var opin fyrir því að vera annars staðar en hér í Kaupmannahöfn og jafnvel annars staðar en á Sjálandi. Hér bauðst mér svo starf, sem stærðfræðikennari, árið 2010 KENNARAR EN EKKI SÁLU­ HJÁLPARAR „Starfsumhverfi og laun er allt annað og betra en var heima,“ segir Kristín Bjarnadóttir, stærðfræðikennari í Danmörku. Í Örestad hverfinu á Amager er eftirsóttasti menntaskóli Danmerkur, Örestad Gymnasium, en árlega sækja margfalt fleiri um skólavist þar en komast að. Skólinn var stofnaður árið 2005 en aðalbygging hans var tekin í notkun 2007. Hún þykir óvenjuleg og hefur verið tilnefnd til alþjóðlegra arkitektaverðlauna. Við skólann starfar íslenskur stærð- fræðikennari, Kristín Bjarnadóttir, úr Borgarfirði vestra. Hún settist niður með útsendara Skólavörðunnar og spjallið byrjar á hefðbundin íslenskan máta. Borgþór Arngríms son Kaupmannahöfn

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.