Skólavarðan


Skólavarðan - 01.12.2015, Qupperneq 39

Skólavarðan - 01.12.2015, Qupperneq 39
DESEMBER 2015 39 Um daginn sótti ég skólaráðstefnu í Osló um alþjóðavæðingu í skóla- starfi. Ráðstefnan var ákveðinn áfangi í þróunarverkefni – tilraun til að skoða hversu alþjóðavætt skólastarf á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi er í Noregi. Ég mætti örlítið seint, beint úr flugi frá Íslandi. Um leið og ég kom inn í salinn heyrði ég kvenkyns rödd segja. „Norskir skólar þurfa að mennta heimsborgara.“ Ég settist niður, það var ekkert annað! Sama rödd hélt áfram. „Skólar framtíðar verða að undirbúa nemendur undir veruleika heimsins, ekki bara þann norska.“ Orð norska fyrirlesarans urðu mér umhugsunarefni. Þau eiga líka við íslenskan raunveruleika. Heimurinn er ekki lengur staður sem er langt í burtu frá Íslandi. Í íslenskum skólum, rétt eins og þeim norsku, heyrum við á hverjum degi mörg tungumál, hittum fólk af ólíku þjóðerni, með mismun- andi hörundslit og fjölbreyttan menningar- bakgrunn. Trúarbrögðin eru líka fjölmörg. Í íslenskum skólum miðla kennarar, nemendur og foreldrar á hverjum degi af sínum reynsluheimi. Hér endurspeglast fjölbreytileiki samfélagsins. Starfsum- hverfið mótast smátt og smátt af þessum fjölbreytileika og ólíkum reynsluheimi – verður alþjóðlegt en ekki bara íslenskt. Ný hugsun og endurmat Og námsefnið og námið sjálft fara ekki varhluta af því að heimurinn færist nær. Áskoranir heimsins eru líka áskoranir okkar hér á Íslandi. Hlýnun jarðar og loftslagsmál, orkuskortur, mengun, opin hagkerfi, mann- úðarmál, misskipting auðs og fátækt, stríð, flóttamenn. Listinn er lengri, en þessi málefni eru viðfangsefni heimsbyggðarinnar allrar – veruleiki heims sem við erum hluti af og verðum að undirbúa íslenska nemendur undir að verða þátttakendur í. Þessi veruleiki kallar líka á nýja hugsun í skólastarfi og endurmat á þeirri hæfni sem einstaklingar þurfa að hafa til að takast á við eigin viðfangsefni og samfélagslegar áskoranir. Auk hæfni í einstaka námsgreinum þurfa einstaklingar að búa yfir hæfni til að læra, hæfni til að eiga í samskiptum og miðla, hæfni til að rannsaka og skapa. Samskipta- hæfni, tungumálakunnátta og geta til að miðla er hæfni sem er í senn almenn og það sem stundum er kölluð alþjóðleg hæfni. Þetta eru hvorki glæný vísindi eða nýjar fréttir fyrir íslenskt skólafólk. Þessi hugsun í skólastarfi hefur verið innleidd víða, líka á Íslandi. Að víkka sjóndeildarhringinn Þátttaka í fjölþjóðlegu samstarfi, hvort heldur um er að ræða nám nemenda eða starfsfólks, starfsþjálfun eða starfsnám, miðlun kennsluaðferða eða þróun nýrra, er tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn, næra ný viðhorf og stuðla að sameiginlegum skilningi þannig að við getum öll lifað saman í sátt. Skólar á öllum skólastig- um, þar á meðal tónlistarskólar, sem og sveitarfélög hafa fjölmörg tækifæri til að taka þátt í alþjóðlegu starfi, meðal annars með Erasmus+, mennta- og æskulýðsáætlun Evrópusambandsins. Erasmus+ áætlunin styrkir skóla og sveitarfélög til að senda starfsfólk erlendis til að sinna starfsþjálfun eða kennslu og miðla svo reynslu sinni áfram inn í skóla- samfélagið við heimkomu. Skóli eða sveitar- félag sækir um styrk fyrir hönd starfsfólks- ins en umsókn þarf að taka mið af áherslum og stefnu hvers skóla eða skólasamfélags. Verkefnin eru til 1 eða 2 ára en þátttakendur geta dvalið erlendis skemmst í 2 daga en lengst í 2 mánuði. Styrkur er veittur vegna undirbúnings, ferðalaga og uppihalds. Erasmus+ styrkir líka fjölþjóðlegt sam- starf skóla, eða samstarf skóla, sveitarfélaga og fyrirtækja. Fjölþjóðlegu verkefnin standa í 24-36 mánuði og hafa margvísleg markmið og tilgang. Sum hafa það að markmiði að vinna að þróun nýs námsefnis eða nýrra hugmynda sem eru tengd ákveðnu þema. Önnur miða að yfirfærslu þekkingar í tengsl- um við ákveðið verkefni eða stefnumörkun sveitarfélags eða skóla eða tilraunakennslu. Í þessum verkefnum geta nemendur tekið virkan þátt. Þetta eru einungis örfá dæmi um tækifæri með Erasmus+. Fleiri er að finna á www.erasmusplus.is. AÐ MENNTA HEIMSBORGARA ­ ALÞJÓÐAVÆÐING SKÓLA­ STARFS MEÐ ERASMUS+ María Kristín Gylfadóttir stjórnandi Land- skrifstofu Erasm- us+ á Íslandi (menntahluti) Auk hæfni í einstaka námsgreinum þurfa einstaklingar að búa yfir hæfni til að læra, hæfni til að eiga í samskiptum og miðla, hæfni til að rannsaka og skapa.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.