Félagsbréf - 01.12.1961, Qupperneq 55

Félagsbréf - 01.12.1961, Qupperneq 55
FÉLAGSBRÉF 49 nefnds gagnrýnanda, sem segir, að í Sovétríkjunum ekki síður en annars staðar séu „valdafíkn og fégirnd, öfund og umhyggja fyrir eigin vellíðan, þær hvatir, sem helzt stjórna gerðum manna.“ Þegar svona er ástatt, er miklu erfiðara að skrifa gamansaman ádeiluleik en harmleik. „Til að skrifa gamanleik verða menn að vera hugaðir og búa yfir óvenjulegu viljaþreki,“ segir Rizanoff, „og ég segi það ekki að gamni mínu.“ Fullkomin smekkleysa. En það er tvímælalaust í byggingarlist, sem mestrar vakningar hefur orðið vart og löngun manna til að snúa baki við úreltum hefðum frá dögum Stalíns hefur komið berast í ljós. Þegar Krústjoff lýsti því yfir 1953, að liann væri andvígur þeirri stefnu, sem Stalín fylgdi í byggingar- list og kölluð hefur verið „gigantomania“ á erlendu máli, þá var það um leið vísbending til þeirra arkitekta, sem vildu losa sovézka byggingarlist undan áhrifum hins viðhafnarmikla, en þó innantóma minnisvarðastíls, sem er táknandi fyrir Stalíntímabilið. Þeir arkitektar, sem ekki fara troðnar slóðir, hafa fengið áhugamikla stuðningsmenn í lið með sér, þar sem eru rithöfundar og blaðamenn. — Þannig hafa t.d. ellefu blaðamenn og teiknarar við skopblaðið Krókódíl lagzt á eitt og gert reikningsskil fyrir því ótrúlega fjármagni, sem varið hefur verið til þess að reisa hin stóru gistihús eins og t.d. Leningrad í Moskvu, Október í Leningrad o.s.frv. Þessum byggingum, þar sem allt er úr bronsi og dyraljósin eru við risa hæfi og smekk, hefur verið lýst sem sýningarsölum hins fullkomna smekkleysis. Húsgögnin fyrir Lenin- grad-gistihúsið eitt kostuðu meira en 15 milljónir rúblna. Húsgögn, sem eru skelfilega ljót í þokkabót. Ljósakrónurnar sem eru hvorki meira né minna en 800 talsins kostuðu fimm og hálfa milljón og málverkin, (sem eru engin snilldarverk), hálfa milljón o.s.frv. Þessi orð eru sótt í 8. tbl. Krókódíls 1960. Viktor Nekrassoff, sá sem lætur nú mest að sér kveða af hinum nýju raunsæishöfundum, hefur nýlega gert nútímabyggingarlist að baráttumáli. í skeleggri grein, sem birtist í Bókmennta-gazettunni 20. febrúar 1960, krefst hann þess, að stjórnarvöldin endurskoði afstöðu sína til „konstruk- tivismans“, sem var veginn á sovézkum metaskálum fyrir þrjátíu árum og léttvægur fundinn, á sama tíma, sem hann fór sigurför um heiminn. Nekrassoff segir, að þrátt fyrir það séu til í Moskvu nokkrar mjög at-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.