Félagsbréf - 01.09.1963, Side 10
AB - fréttir
BLÓMLEGT STARFSÁR AB1962
Almenna bókafélagið hefur nú starf-
að í rúmlega 8 ár og nálgast óðum
hundruðustu útgáfubók sína. Með
liverju ári hefur félagið eflzt og dafn-
að — og stendur fyrir löngu traust-
um fótum í íslenzku menningarlífi.
Síðastliðið starfsár var hið allra hlóm-
legasta í sögu félagsins, 15 bækur
komu út og velta næstum tvöfaldaðist.
Félagsmönnum fjölgar einnig stöðugt.
Aðalfundur AB og styrktarfélags
þess, STUÐLA hf., fyrir árið 1962 var
haldinn í Þjóðleikhúskjallaranum mið-
vikudaginn 26.
40.000 AB-bœkur júní sl. og var
seldar á 1 ári. þar að vanda gef-
ið ýtarlegt yfirlit
um starfsemina. í því kom m.a. fram,
að á árinu hefðu selzt um 40.000
eintök af útgáfubókum AB. Þegar
undan er skilin sala til utanfélags-
manna, eru þetta að meðaltali 6 bækur
á hvern félagsmann, sem telja verður
mjög gott og sýnir vel vinsældir
bókanna. Sala var yfirleitt ágæt í
öllum bókum félagsins, bezt þó í
Fuglabókinni og sjálfsœvisögu dr.
Hannesar Þorsteinssonar, þjóðskjala-
varðar, en sérstaklega góð sala var
6 FÉLAGSBRÉF
einnig í hókum þeim, sem út komu í
flokknum Lönd og þjó&ir, sem AB
gefur út í sam-
vinnu við TIME-
LIFE. Til nokk-
urs fróðleiks um
undirtektir við
skáldsögur inn-
lendra höfunda,
má geta þess, að
Sumarauki
Stefáns Júlíusson-
ar og Brau&iö og
ástin eftir Gísla
J. Ástþórsson seldust á árinu í nálega
2000 eintökum, sem þykir mjög gott.
Síðla ársins komu út hjá AB tvær
öndvegisbækur, Islenzkar bókmenntir
í fornöld, fyrsta hindi bókmennta-
sögu dr. Einars Ol. Sveinssonar, for-
stöðumanns Handritastofnunarinnar,
og Helztu trúarbrögS heims í út-
gáfu biskupsins, dr. Sigurbjörns Ein-
arssonar, en báðar þessar bækur voru
sérstaklega vandaðar og vöktu mikla
athygli. Seljast þær stöðugt, enda
hvorttveggja verk, sem ekkert menn-
ingarheimili má né vill án vera.
Aðrar bækur AB á árinu, bæði inn-
lendar og erlendar, fengu einnig ágæt-
FUCLABÓK AB
FUGLAR
ÍSLANDS
OG
EVRÓPU