Félagsbréf - 01.09.1963, Qupperneq 13

Félagsbréf - 01.09.1963, Qupperneq 13
Guðmuiidur Maffnússon. víðsýnis við, því að þeir þurfa að sjá út yfir sjóndeildarhring skáldanna. Það er rjett, að ritdómarar geta haft feikna-áhrif, og hafa það, en því mið- ur oftar en hitt til ills, vegna þess, að mennirnir eru ekki verki sínu vaxnir. Munið þjer eftir ritdómunum um „Adam Homo?“ Enginn þeirra, sem fyrstir dæmdu verkið, voru því vaxnir. Höfundurinn var þeim ofvaxinn að menntun og glöggskygni. Nú eru þessir dómar taldir ómerkir. Georg Brandes hafði góð áhrif í bili, en svo urðu áhrif hans til þess að draga bókmentir Dana niður. Of voldugur ritdómari gerir bókmentir einhliða og loks ein- rænar (stereotyp) og andlega ófrjósam- ar. Bókmentir ver'Sa að vera alfrjálsar og ritdómarar verda að viðurkenna það sem gott er í þeim hvaða leið sem þær fara. „Mitt er að yrkja og ykkar að skilja,“ sagði Gröndal. Það sat nú ekki sem bezt á honum, en raunar hafa öll stórmenni bókmentanna sagt þetta sama. Eitt að lokum. Þjer eigið eftir að skrifa marga og ágæta ritdóma og hafa mikil áhrif á bókmentir okkar. En gleymið ekki einu: í sálu hvers skálds, sem venjulega er skaprík og viðkvæm, liggur „demon“. Það er efinn —- „den store Böjen“ hjá Ibsen. Enginn skilur hvílíkar kvalir það eru, þegar efinn um eigið gildi og eigin köllun er vakinn. Það er „sú naðra, sem gefur ei grið.“ Vægðarlausir rit- dómar geta ekki einungis riðið á lífi skáldsins, heldur einnig mannsins. Shelley lifði það af og Grímur Thom- sen óx af því, en Edgar Poe drap það. Það þarf sterkan anda til að standast það eitur, sem oft er byrlað í ritdóm- um. Mig snertir þetta ekki lengur, því að jeg er nú kominn að fótum fram sem rithöfundur. En gleymið því aldrei að geta kosta með lýtum. Getið þjer enga kosti nefnt, þá látið alt ósagt, því að þá er verkið fætt andvana og á sjer enga framtíð. Fyrirgefið þjer alt þetta mas. Þetta er skrifað til yðar sem bókmentalegs vinar frá manni, sem mesta og sárasta reynslu hefir í þessu efni allra núlif- andi íslendinga. Jeg gæti frætt yður um margt sem yður gæti að haldi kom- ið viðvíkjandi bókmentaþætti mín- um, og geri það með gleði, ef þjer viljið á það hlýða — en geri það að- eins í bréfum, því að jeg hugsa ekki nema jeg skrifi. Vinsamlegast yðar CuSmundur Magnússon. FÉLAGSBRÉF 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.